Berglind Festival týndi töskunni í Tékklandi

Berglind Festival kann að bjarga sér!
Berglind Festival kann að bjarga sér! Samsett mynd

Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, er stödd í Prag í Tékklandi um þessar mundir ásamt vinkonum sínum. Hún hefur verið dugleg að deila skemmtilegum myndböndum frá ferðalaginu á TikTok, þar á meðal er myndband þar sem hún greinir frá því að farangurinn hennar sé týndur.

Í myndbandinu segir hún frá því að taskan hennar hafi týnst og því þurfti hún að nota hugmyndaflugið til að gera sig til fyrir daginn. „„Get ready with me“ í útlöndum en taskan mín er týnd og ég er ekki með neitt,“ segir Berglind í byrjun myndbandsins. 

„Byrjum á góðri sturtu með þessu geli sem er svona ... minnir á uppþvottalög. Svo getum við örugglega notað eitthvað sem er í pungnum,“ bætir hún við og tekur upp hliðartöskuna sína og sturtar úr henni. 

Með „eyeliner“, vegabréf og gloss!

„Penni ... ég get teiknað á mig yfirvaraskegg. Reyndar „eyeliner“ sem ég keypti í fríhöfninni,“ segir hún svo áður en hún teiknar á sig „eyeliner“ með væng og notar til þess vegabréfið sitt.

„Við erum með eitthvað eldgamalt púður sem ég ætla ekki einu sinni að nota því ég er ekki með krem,“ bætir hún við og skellir á sig varaglossi. Hún notaði fingurna til að greiða hárið þar sem hún er ekki með hárbursta og setti svo nokkrar spennur í hárið. Að lokum skellti hún upp trylltum sólgleraugum og var tilbúin í daginn!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka