Festi ótrúlegt sjónarspil við eldgos á filmu

Magnað sjónarspil!
Magnað sjónarspil! Samsett mynd

Ferðabloggari náði ótrúlegu sjónarspili við eldgos á Gvatemala á filmu á dögunum, en hún var í fjallgöngu nálægt gosinu þegar atvikið átti sér stað. 

„Ég flaug til Gvatemala til að ganga á virkt eldfjall. Það sem ég sá var betra en ég hafði nokkurn tíman vonað,“ skrifaði hún við myndbandið sem byrjar með myndbandi af eldgosinu að degi til. 

Þegar fór að dimma festi bloggarinn stórbrotið sjónarspil á filmu af ótrúlegum eldingum við eldgosið. Myndbandið hefur notið mikilla vinsælda á TikTok og á aðeins einum sólarhring hafa yfir tíu milljónir notenda horft á myndbandið og yfir 2,2 milljónir líkað við það. 

Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að eldingar séu algengar í eldgosum, þá sérstaklega í sprengigosum: „Í gosmekki eru bæði sérstök ferli sem geta valdið rafhleðsluaðskilnaði og einnig sambærileg ferli við hleðsluaðskilnað í þrumuveðrum. Flestum goseldingum slær niður nálægt gosopi, en einnig geta eldingar slegið niður til jarðar úr gosmekki tugi kílómetra frá gosstöðvum undan vindi.“

@danii_vee Volcanic lightning ⚡️ Volcan de Fuego - Guatemala. A spectacular, and once in a lifetime, show gifted by Mother Earth herself. So incredibly grateful 🥹🙏🏽✨ #fuego #acatenango #guatemala #fypシ゚viral ♬ My Tears Are Becoming A Sea - M83
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka