Mari bauð forsetanum til Tenerife

Mari Järsk bauð Guðna Th. Jóhannessyni með til Tenerife!
Mari Järsk bauð Guðna Th. Jóhannessyni með til Tenerife! Skjáskot/Instagram

Það hefur sannarlega verið nóg um að vera hjá hlaupadrottningunni Mari Järsk sem hreppti  fyrsta sætið í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í síðustu viku þegar hún hljóp 57 hringi eða 381 kílómetra á 57 klukkustundum. 

Mari var í hópi þriggja hlaupara sem slógu Íslandsmet í hlaupinu, en ásamt Mari voru það Andri Guðmundsson, sem hljóp 52 hringi, og Elísa Kristinsdóttir, sem hljóp 56 hringi. Hlaupararnir fengu góðar viðtökur þegar þau slógu Íslandsmetið og var það enginn annar en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem tók á móti þeim við marklínuna. 

Ljósmyndari mbl.is fangaði magnað augnablik af Mari og Guðna á filmu sem birtist á vefnum.

Eftir hlaupið birti Mari svo sjálfsmynd af sér og Guðna á Instagram og sagði frá því að hún hafi boðið honum með til Tenerife, en það sé hins vegar svo mikið að gera hjá forsetanum um þessar mundir að hann hafi því miður ekki getað komið með. 

Ljósmyndari mbl.is festi fallegt augnablik á filmu þegar Guðni Th. …
Ljósmyndari mbl.is festi fallegt augnablik á filmu þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti hlaupurunum í Öskjuhlíð er þeir settu nýtt Íslandsmet. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka