Svona heldur Rúrik sér í formi á ferðalögum

Rúrik Gíslason er í fantaformi!
Rúrik Gíslason er í fantaformi! Samsett mynd

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn og IceGuys-stjarn­an Rúrik Gísla­son er í fanta­formi, en hann hugs­ar vel um heils­una og er dug­leg­ur að hreyfa sig þrátt fyr­ir að ferðast mikið. 

Um þess­ar mund­ir er hann stadd­ur í Amster­dam í Hollandi og tók að sjálf­sögðu góða æf­ingu þar. Oft eru flott­ir lík­ams­rækt­ar­sal­ir á hót­el­um sem hann er dug­leg­ur að nýta sér, en í þessu til­viki var rækt­in hins veg­ar ekki góð – Rúrik dó þó ekki ráðalaus. 

Það fyrsta sem Rúrik gerði þegar hann lenti í Amster­dam var að fara út að hlaupa og fór fimm kíló­metra. Af In­sta­gram-síðu hans að dæma er hann dug­leg­ur að fara út að hlaupa á ferðalög­um enda er það frá­bær leið til að fá hreyf­ingu og skoða sig um á nýj­um slóðum.

Rúrik byrjaði ferðina á góðu hlaupi.
Rúrik byrjaði ferðina á góðu hlaupi. Skjá­skot/​In­sta­gram
Rúrik deyr ekki ráðalaus ef líkamsræktin á hótelinu er léleg.
Rúrik deyr ekki ráðalaus ef lík­ams­rækt­in á hót­el­inu er lé­leg. Skjá­skot/​In­sta­gram

Krefj­andi og áhrifa­rík­ar kviðæf­ing­ar á hót­el­her­berg­inu

Seinna um kvöldið tók hann svo kviðæf­ing­ar á hót­el­her­berg­inu, en æf­ing­una fann hann á YouTu­be-rás Pamilu Reif. Æfing­in er ekki tíma­frek og tek­ur aðeins sex mín­út­ur, en hún get­ur verið fram­kvæmd hvar sem er og hent­ar því vel fyr­ir þá sem eru á ferðalög­um. 

Æfing­in sam­an­stend­ur af mjög krefj­andi kviðæf­ing­um og er hver æf­ing fram­kvæmd í 30 sek­únd­ur, en um leið og tím­inn er liðinn er strax farið í næstu æf­ingu án hvíld­ar. Í mynd­band­inu sýn­ir Reif sjálf æf­ing­arn­ar og því er auðvelt að fylgja þeim eft­ir, en þar má sjá æf­ing­ar á borð við fóta­lyft­ur, kviðkrepp­ur, vasa­hnífa og planka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert