Hvenær má stela frá hótelum eða Airbnb?

Margir hafa látið greipar sópa á ferðalögum.
Margir hafa látið greipar sópa á ferðalögum.

Tom Brickm­an, bet­ur þekkt­ur sem Frugal Gay á Twitter/​X birti lista yfir hluti sem hafa verið tekn­ir ófrjálsri hendi úr Airbnb sem hann á í Texas. List­inn var lang­ur og á hon­um voru hlut­ir á borð við vekj­ara­klukku, hnífa­pör og teppi. Sum­ir hafa meira að segja tekið fal­lega muni og skipt þeim út fyr­ir ódýr­ari út­gáfu. Blaðamaður The Times ákvað að kanna hvernig stæði á þessu.

„Regl­ur Airbnb eru mjög ein­fald­ar. Stuld­ur er ekki leyfður. Gest­gjaf­ar mega rukka fyr­ir þá hluti sem „týn­ast“ í allt að tvær vik­ur frá dvöl­inni.“

Sjálf­ur seg­ist blaðamaður hafa gerst sek­ur um að stela úr hót­el­her­bergj­um allt frá sjampói til kaffi­hylkja. Al­mennt er talið að taka megi það sem ætlað er gest­in­um.

„Trist­an Scutt, eig­andi Little Nan´s, seg­ir að gest­ir hans stálu einu sinni leik­fanga tígr­is­dýri. Þeir sáust með leik­fangið í lest­inni. Hann hafði sam­band og út­skýrði fyr­ir þeim að lát­in amma hans hafði átt leik­fangið og þetta hefði mikið til­finn­inga­legt gildi. Þeir dauðskömmuðust sín og sendu leik­fangið til baka með hraði, frá London til Banda­ríkj­anna.“

Sam­kvæmt könn­un þýsks hót­els­tíma­rits kem­ur í ljós að oft­ast stel­ur fólk hand­klæðum, slopp­um og herðatrjám. Skrítn­asta dæmið er ör­ugg­lega þegar gest­ir stela sjálf­um her­berg­is­núm­er­un­um og eitt hót­el í Berlín til­kynnti um til­raun gests til þess að stela heil­um vaski.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert