Aldís og Kolbeinn njóta lífsins í Tyrkland

Aldís og Kolbeinn njóta sín í Istanbúl.
Aldís og Kolbeinn njóta sín í Istanbúl. Samsett mynd

Þessa dagana fer sannarlega vel um Aldísi Amah Hamilton og sambýlismann hennar, leikarann Kolbein Arnbjörnsson, í Istanbúl í Tyrklandi.

Aldís er mikil ævintýrakona og hefur verið dugleg að deila ferðum sínum um heiminn á samfélagsmiðlum undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún kemur til Istanbúl en hún var þar síðast árið 2009 og segir á Instagram síðu sinni að borgin hafi breyst mikið sem er orðin mun túristavænni en áður. Borgin er sú eina í heiminum sem stendur í tveimur heimsálfum, bæði Evrópu og Asíu og geymir mikla sögu. Auk þess búa margir vinalegir kettir í borginni sem fengu að vera með á mynd með Aldísi. Istanbúl er sannarlega fyrir kisu unnendur.

Aldís lauk nýlega tökum fyrir hasar ævintýra tölvuleikinn Senua´s Saga: Hellblade II en þar takast leikmenn á við áskoranir á Íslandi á tímum víkingana. Leikurinn kom út í gær og hefur fengið frábærar viðtökur í tölvuleikjaheiminum.

Amazing. Hefur breyst mikið frá 2009, meiri túrismi en líka talsvert túristavænni!
Og veganvænni. Btw ég er orðin rækileg kisukona,“ skrifar Aldís við myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka