Lúxus sveitastemning í Færeyjum

Gistingin er fullkomin fyrir þá sem vilja heimsækja Færeyjar og …
Gistingin er fullkomin fyrir þá sem vilja heimsækja Færeyjar og upplifa lúxus sveitastemningu beint í æð! Samsett mynd

Í Æðuvík í Færeyjum er að finna afar sjarmerandi bændagistingu á sveitabænum Haunsarstovu sem er fullkomin fyrir þá sem vilja komast í kyrrð og ró í sveitasælunni.

Gistingin ætti að falla vel í kramið hjá náttúruunnendum, en húsið er umvafið mikilli náttúrufegurð og þaðan er afar fallegt útsýni til sjávar. Það tekur aðeins um 20 mínútur að keyra frá bænum inn í Þórshöfn. 

Dýraunnendur ættu einnig að kunna vel við sig í húsinu þar sem mikið dýralíf er þar í kring, en gestir mega búast við því að sjá hesta, hænur, kindur, gæsir og endur ganga framhjá húsinu yfir daginn. 

Stórir gluggar og mikil lofthæð

Húsið sem um ræðir er viðbygging við sveitabæinn sjálfan og er afar stílhreint og fallegt, en það var hannað af Kraft arkitektum. Ljósir tónar eru í forgrunni í húsinu sem er bjart með stórum gluggum og mikilli lofthæð. 

Í húsinu eru eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi og því svefnpláss fyrir tvo gesti hverju sinni. Hægt er að bóka gistingu í húsinu á bókunarvef Airbnb, en í júní kostar nóttin 232 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 32 þúsund krónum. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka