Fallegu strendurnar á Krít hafa laðað að sér ferðamenn árunum saman. Þegar dagdraumarnir taka yfir er auðvelt að ímynda sér fullkomið frí á Krít sem býður upp á hvítar strendur og kristaltæran sjó.
Hins vegar er margt annað en draumkenndar strendur sem gaman er að skoða, en Krít er stærsta eyja Grikklands og geymir langa sögu og djúpstæða menningararfleið sem er jafn stórkostleg og síbreytilegt landslag eyjarinnar.
Ef þú vilt taka þér pásu frá ströndinni og verslunarferðum, þá geturðu skoðað dramatíska fjallabæi sem minna helst á krúttlega bíómynd, séð rústir frá tímum Rómverja og heimsótt heilögu mínósku hallirnar frá brons öld. Allir þessir staðir og fleiri geta tengt þig betur við anda Krítar.
1. Skoða sig um í gamla bænum í Chania
Gamli bærinn Chania er einn sá fallegasti á Grikklandi. Leyfðu þér að týnast á milli litríkra og sjarmerandi húsasunda. Arkitektúrinn er í krítverskum, ottómenskum og feneyskum stíl þar sem margar götur leiða þig niður á falleg „leyni“ húsasund.
Taktu göngutúr að gömlu feneysku og krítversku bryggjunum og þér fordrykk á meðan sólsetrið yljar hjartarótum. Í aðalrétt er tilvalið að smakka ferskustu sjávarrétti Grikklands, en bærinn er troðfullur af huggulegum ekta grískum veitingahúsum.
2. Taktu sundsprett á Bleiku Elafonissi-ströndinni
Elafonissi-ströndin er ein stórkostlegasta strönd Krítar enda ótrúleg sjón þegar rósableiki sandurinn kemst í snertingu við myntugræna sjóinn. Best er að fara á ströndina að hausti til að forðast örtröð af ferðamönnum yfir háannatímann á sumrin.
3. Nærðu listamanninn í þér í bænum Krista
Bærinn sem um ræðir er hefðbundinn grískur fjallabær þar sem ólífutré eru á hverju strái. Heimsæktu bæinn Krista til að kynnast listinni að búa til blúndu listaverk, vefja og sauma út. Konurnar á þessu svæði eru þekktar fyrir gott handverk sem heillar alla sem þangað koma.
4. Skoðaðu rómverskar minjar fornu Gortyna-borgar
Gortyna var forn rómversk höfuðborg. Gömlu minjarnar og fornleifasvæði sýna hvernig lífið var á tímum Rómverja. Þar stóð einu sinni höfuðborg rómversku Krítar um sjötíu árum fyrir Krist og þar er hægt að sjá ótrúleg rómverska baðstaði, leikhús og musteri. Frá hæstu hæð borgarinnar er stórkostlegt útsýni.
5. Sjáðu strandirnar og eyjurnar í bátsferð
Hoppaðu um borð í bát að hætti heimafólks og farðu í siglingu til að sjá fallegustu strendur og staði Krítar frá öðru sjónarhorni. Innfæddir skipuleggja oft ferðir til sinna uppáhaldsstaða og það besta er að þú getur farið í land hvar sem þér sýnist. Vinsælustu staðirnir til að koma við á bát eru Elafonissi-ströndin og Hora Sfakion sem er lítill rólegur strandbær umlukinn skærbláum sjó.
6. Skoðaðu Mínósku höllina í Knossos
Upplifðu forna menningu Mínóska-tímabilsins. Hægt er að fá leiðsögn um fimmtán hundruð herbergja höllina sem er talið að hafi verið reist um sjö þúsund árum fyrir Krist. Sagan segir að Kóngurinn Mínos, kóngur guðanna, hafi búið þar og þess vegna er landið í kringum höllina heilagt.
7. Afhjúpaðu leyndarmál eyjarinnar Spinaloga
Spinaloga-eyja er staðsett í Elunda-flóa og er mikilvægur hluti af krítverskri sögu og ætti að vera á ferðaplani allra. Spinaloga er staður þar sem margir Grikkir með holdsveiki þjáðust og voru í einangrun við hörmulegar aðstæður. Eyjan ber með sér hryllilega sögu, en hver ferðalangur ætti að gefa sér tíma í að kynnast henni. Eyjan hætti að vera einangrunarstaður árið 1957.
8. Krítversk matarupplifun
Krítverskur matur er ljúffengur og matargerðin er þekkt fyrir ferskleika. Einfaldleikinn er leynivopnið. Ferskt grænmeti og safaríkir plómu ávextir gleðja hvern sem smakkar. Mjúkir krítverskir ostar eru alls staðar, ekki bara gríski fetaosturinn, eins og myzithra, heldur líka sterkir geitarostar.
Grísku snittubrauðin með tómötum og ólífuolíu eru líka ómissandi. Heimafólki er annt um náttúru sína og gerir mikið úr því að framleiða hinar ýmsu matvörur á sjálfbæran hátt svo að gæði hráefnanna fá að njóta sín sem best. Yfir 30 milljón ólífutré vaxa á eyjunni og þar er sagt að heimsins besta ólífuolíu sé að finna.
9. Farðu í gönguferð um Samaria Gorge þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn er þekktastur fyrir sín tignarlegur hvítu fjöll þar sem hæsti punktur er allt að 1.230 metrar. Mælt er með því að fjallgöngugarpar taki daginn í skoða þjóðgarðinn til að njóta einstaks útsýnisins yfir fjallgarða eyjarinnar. Í hvítu fjöllunum búa líka frakkar fjallageitur sem þvælast jafnvel um bröttustu klettana. Verðlaunaðu þig svo með góðri hressingu í litla strandbænum Agia Roumeli sem er í næsta nágrenni við Samaria Gorge.
10. Skoðaðu eina grasagarðinn á Krít
Stórfengleg gróin svæði á Krít voru ekki alltaf svo blómleg. Skógareldar sem riðu yfir eyjuna árið 2003 eru enn í fersku minni Krítarbúa. Öll tré bóndans Petro Marinakis urðu eldinum að bráð en fljótlega eftir að eldunum lauk byrjaði hann strax að sá fyrir nýjum plöntum.
Í dag eru um tuttugu hektarar þaktir blómum og öðrum jurtum sem er draumkennd sjón að sjá. Einnig er hægt að njóta útsýnisins á veitingastað sem staðsettur er á besta stað yfir Botanical garð.