Birta Hlín og Helgi urðu heilluð af Barselóna

Birta Hlín Sigurðardóttir og Helgi Jónsson hafa notið lífsins á …
Birta Hlín Sigurðardóttir og Helgi Jónsson hafa notið lífsins á ferðalagi undanfarna viku. Samsett mynd

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Birta Hlín Sig­urðardótt­ir og unnusti henn­ar, Helgi Jóns­son, hafa verið dug­leg að ferðast að und­an­förnu, en þau áttu góðar stund­ir bæði í Bar­sel­óna á Spáni og í Portúgal þar sem þau heim­sóttu ömmu og afa Birtu Hlín­ar. 

Parið er bú­sett í Kaup­manna­höfn og starfar Birta Hlín sem sjálf­stætt starf­andi efn­is­höf­und­ur (e. content creator) og hef­ur vakið mikla lukku á Youtu­be, In­sta­gram og TikT­ok fyr­ir per­sónu­legt og skemmti­legt efni. 

Féllu al­gjör­lega fyr­ir Bar­sel­óna

Birta Hlín og Helgi hafa verið dug­leg að deila mynd­um og mynd­skeiðum frá ferðalag­inu á miðlum sín­um, en Birta Hlín hef­ur birt tvö Youtu­be-mynd­skeið, annað frá Bar­sel­óna og hitt frá Portúgal, þar sem hún leyf­ir fylgj­end­um að skyggn­ast inn í fríið þeirra. 

Ferðalagið hófst í Bar­sel­óna þar sem Birta Hlín og Helgi féllu al­gjör­lega fyr­ir borg­inni, en það hafði verið draum­ur þeirra í nokk­ur ár að heim­sækja borg­ina. Þau voru dug­leg að skoða sig um borg­ina og upp­lifa mat­ar­sen­una, bæði á kaffi­hús­um og veit­inga­stöðum. 

Þaðan var ferðinni heitið til Portúgal að heim­sækja ömmu og afa Birtu Hlín­ar, en þar áttu þau ljúf­ar stund­ir og nutu sól­ar­inn­ar til hins ýtr­asta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert