Ruglaði Íslandi saman við Grænland

Samantha svaraði af miklu öryggi.
Samantha svaraði af miklu öryggi. Samsett mynd

Ólafur Jóhann Steinsson, best þekktur sem Óli á Hjóli, hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok upp á síðkastið, en hann hefur sankað að sér rúmlega 90.000 fylgjendum.

Ólafur birtir reglulega myndskeið þar sem hann sést spyrja gangandi vegfarendur spjörunum úr, en hann elskar fátt meira en að kanna vitneskju fólks um Ísland, sérstaklega þegar hann er á ferðalögum erlendis.

Eitt af nýjustu myndskeiðum hans vakti mikla athygli á dögunum en í því sést Ólafur ræða við konu að nafni Samantha, en hún starfar sem landafræðikennari í Bandaríkjunum. Hann spyr Samönthu ýmissa spurninga sem tengjast Íslandi og spyr meðal annars í hvaða heimsálfu landið er.

Án þess að hika svarar hún; „Ísland er eyja, landfræðilegur hluti Norður-Ameríku og í eigu Danmörku.“

Svar Samönthu fékk Ólaf til að ranghvolfa augunum enda ruglar landafræðikennarinn Íslandi saman við Grænland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka