Ró í dönskum hönnunarbústaði með engu sjónvarpi

Húsið er hannað á afar fallegan máta, bæði að utan …
Húsið er hannað á afar fallegan máta, bæði að utan og innan. Samsett mynd

Í miðjum óspilltum skógi nálægt bænum Ejstrupholm í Danmörku er að finna afar sjarmerandi sumarbústað þar sem tilvalið er að hlaða batteríin eftir langa viku.

Ró og notalegheit eru í aðalhlutverki í húsinu þar sem áhersla er lögð á að minnka utanaðkomandi áreiti sem mest. Því er ekkert sjónvarp í húsinu og gestir hvattir til að njóta náttúrunnar í kring í stað þess að horfa á skjái.

Húsið er umvafið fallegum gróðri og óhætt að segja að staðurinn sé sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur. Í kringum húsið má finna ótal skemmtilegar gönguleiðir, en þar að auki hefur notalegri aðstöðu verið komið fyrir úti þar sem hægt er að spjalla, sóla sig og slaka á. 

Náttúran dregin inn með hönnuninni

Í hönnun bústaðarins er náttúran dregin inn með fallegri litapallettu, notalegum efnivið og minimalískum blæ. Ljóst parket prýðir gólfin og tónar fallega við kalkmálaða veggi sem gefa rýmum hússins mýkt og karakter. Þá er viður áberandi í sumarbústaðnum sem gefur honum þetta rólega yfirbragð.

Húsið er hægt að leigja út á bókunarvef Airbnb, en það státar af tíu svefnherbergjum og fimm baðherbergjum og getur því rúmað allt að 20 gesti hverju sinni. Í byrjun júlí kostar nóttin í húsinu rúmlega 100 þúsund krónur. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert