Þetta eru löndin með hreinustu strendur heims

Á listanum eru fimm lönd með hreinustu strendur heims.
Á listanum eru fimm lönd með hreinustu strendur heims. Samsett mynd

Sólarlandaferðir eru alltaf vinsælar meðal Íslendinga, enda fátt sem toppar það að hlaða batteríin á hlýrri og sólríkari slóðum – sérstaklega þegar veðurguðirnir taka upp á því að demba snjókomu og appelsínugulum viðvörunum yfir landið í júní! 

Sólþyrstir landsmenn þurfa þó ekki að hafa áhyggjur því það er nóg af sól annars staðar í heiminum, en þar er líka nóg af fallegum ströndum.

Á dögunum gaf FEE, stofnun sem sér um umhverfisfræðslu í Kaupmannahöfn, út lista yfir þau lönd sem eru með flestar Bláfánastrendur og þar af leiðandi hreinustu strendur heims. Verkefnið gefur viðurkenningu fyrir strandartímabil á ári hverju, sem oftast er frá 1. júní til 15. september, fyrir strendur, smábátahafnir og ferðaþjónustubáta á grundvelli strangra vatnsgæða auk umhverfismála-, menntunar-, öryggis-, og aðgengistengdra viðmiða.

Á listanum eru þau fimm lönd sem tróna á toppi listans í ár, en samanlagt eru löndin fimm með 2.635 Bláfánavottaðar strendur.

1. Spánn

Það land sem er með flestar Bláfánavottaðar strendur í heimi er Spánn, en landið státar af hvorki meira né minna en 628 vottuðum ströndum. Þetta er í þriðja sinn sem Spánn trónir á toppi listans, en árið 2022 setti landið heimsmet Guinness fyrir flestar Bláfánastrendur.

Spánn trónir á toppi listans þriðja árið í röð.
Spánn trónir á toppi listans þriðja árið í röð. Ljósmynd/Unsplasg/Mariya Oliynyk

2. Grikkland

Rétt á eftir Spáni kemur Grikkland með næstflestar Bláfánavottaðar strendur í heimi, eða 596 talsins. Þar af eru 94 strendur á Halkidiki svæðinu í norðurhluta landsins. Þess má geta að Kampoudi-ströndin, sem er staðsett náægt Ouranoupolis svæðinu, hefur hlotið þrjá  Bláfána á hverju ári síðan 1951.

Í öðru sæti er Grikkland sem státar ekki einungis af …
Í öðru sæti er Grikkland sem státar ekki einungis af fallegum ströndum heldur líka hreinum. Ljósmynd/Unsplash/Thomas Oldenburger

3. Tyrkland

Tyrkland er í þriðja sæti listans með 551 Bláfánavottaðar strendur. Í Antalya-héraði, sem þekkt er fyrir friðsæla og töfrandi strandlengju sína, eru hvorki meira né minna en 231 vottaðar strendur – þar á meðal Lara-ströndin sem er átta kílómetrar að lengd. 

Tyrkland er í þriðja sæti listans, en flestar strendurnar eru …
Tyrkland er í þriðja sæti listans, en flestar strendurnar eru í Antalya-héraði. Ljósmynd/Pexels/Oguz Kagan Cevik

4. Ítalía

Í fjórða sæti er Ítalía, sem er einn vinsælasti sólarlandaáfangastaður heims, með um átta þúsund kílómetra langri strandlengju og 457 Bláfánavottuðum ströndum. Meðfram ítölsku rivíerunni er Liguria sem er eina svæðið á Ítalíu sem hefur fengið 34 Bláfána í 14 ár í röð. 

Ítalía er ein vinsælasti sólarlandaáfangastaður heims, en þar eru 457 …
Ítalía er ein vinsælasti sólarlandaáfangastaður heims, en þar eru 457 Bláfánavottaðar strendur. Ljósmynd/Unsplasg/Will Truettner

5. Frakkland

Frakkland er í fimmta sæti listans með 403 Bláfánavottuðum ströndum. Ein af nýjustu ströndunum til þess að fá vottun er Plage de Trez Goarem sem staðsett er á vernduðu svæði í hæðóttum norðvesturhluta Bratagne. 

Í fimmta sæti listans er Frakkland sem er með 403 …
Í fimmta sæti listans er Frakkland sem er með 403 vottaðar strendur. Ljósmynd/Unsplash/Marius Cern

Condé Nast Traveller

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka