Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu um helgina?

Á að skella sér í útilegu um helgina?
Á að skella sér í útilegu um helgina? mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingar eru sérfræðingar í að eltast við sólargeisla og gott veður í sumarfríinu. Þótt veðurguðirnir hafi ekki verið að vinna með landsmönnum undanfarna daga virðist helgin lofa ágætis veðri sumstaðar, en samkvæmt tjaldvef Bliku verður besta veðrið um helgina á Suðurlandi. 

Tjaldsvæðið Árnesi 

Við Árnes er von á besta veðrinu yfir helgina. Á föstudaginn er búist við að það verði alskýjað, 9°C og Norðan 8 m/s. Á laugardaginn er einnig búist við að það verði alskýjað, en þá fer hitinn niður í 7°C og Norðan 6 m/s. Á sunnudaginn er hins vegar búist við að það verði heiðskírt, 13°C og Norðan 5 m/s.

Tjaldsvæðið stendur við mynni Þjórsárdals sem þykir með fegurstu svæðum landsins. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni og gjaldfrjálsri sturtu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu. 

Von er á að besta veðrið yfir helgina verði í …
Von er á að besta veðrið yfir helgina verði í Árnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Hraunborgir

Í Hraunborgum er von á að sólin láti sjá sig aðeins meira, en á föstudaginn er búist við að það verði léttskýjað, 9°C og Norðan 7 m/s. Á laugardaginn er einnig búist við að það verði léttskýjað, en þá fer hitastigið hins vegar niður í 5°C og vindáttin breytist í Norð-vesta 7 m/s. Á sunnudaginn er svo búist við að það verði heiðskírt, 11°C og Norð-vestan 2 m/s.

Tjaldsvæðið er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni og gjaldskyldri sturtu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.

Hraunborgir eru mikil paradís fyrir alla fjölskylduna.
Hraunborgir eru mikil paradís fyrir alla fjölskylduna. Ljósmynd/Facebook

Flúðir

Á Flúðum er búist við að það verði skýjað, 9°C og Norðan 7 m/s á föstudaginn. Á laugardaginn er einnig búist við að það verði skýjað, en þá fer hitinn niður, rétt eins og við Árnes og í Hraunborgum, í 6°C og áfram er búist við Norðan 7 m/s. Á sunnudaginn er hins vegar búist við sólríkara og hlýrra veðri, en von er á að það verði heiðskírt, 11°C og Norð-vestan 1 m/s.

Tjaldsvæðið er staðsett við bakka Litlu Laxár á Flúðum. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, gjaldfrjálsri sturtu og þvottavél. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu. 

Í gegnum árin hefur tjaldsvæðið á Flúðum verið vinsælt meðal …
Í gegnum árin hefur tjaldsvæðið á Flúðum verið vinsælt meðal ferðamanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Skaftafell

Í Skaftafelli er von á að það verði alskýjað alla helgina, en þar er þó búist við stilltu veðri. Á föstudaginn er búist við 11°C og Sunnan 1 m/s, á laugardaginn er búist við 9°C og Suð-austan 1 m/s, og á sunnudaginn er búist við 13°C og Suð-vestan 1 m/s.

Í Skaftafelli er tjaldsvæði sem opið er allan ársins hring. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, gjaldfrjálsri sturtu og þvottavél. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.

Skaftafell er mikil náttúruperla.
Skaftafell er mikil náttúruperla. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Vatnsholt

Í Vatnsholti er von við sólríkari dögum í byrjun helgarinnar, en á föstudaginn má búast við að það verði heiðskírt, 9°C og Norðan 8 m/s. Á laugardaginn er búist við að það verði léttskýjað, 8°C og Norðan 8 m/s. Á sunnudaginn er svo búist við að það verði skýjað en þó hlýrra, eða 11°C og Norð-vestan 2 m/s.

Tjaldsvæðið í Vatnsholti opnaði í júní 2021 og er staðsett rétt við Hótel Vatnsholt. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni og gjaldfrjálsri sturtu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.

Vatnsholt er staðsett í Flóahreppi.
Vatnsholt er staðsett í Flóahreppi. Ljósmynd/Blika.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert