Öll fjölskyldan í sömu áhöfninni

Ísól Alda Ottesen, Friðrik Ottesen, Eva Gunnarsdóttir og Svala Sóllilja …
Ísól Alda Ottesen, Friðrik Ottesen, Eva Gunnarsdóttir og Svala Sóllilja Ottesen starfa saman hjá Play og eru í sömu fjölskyldu. Ljósmynd/Aðsend

Á fimmtu­dag­inn fór Eva Gunn­ars­dótt­ir flug­freyja hjá Play í flug til Baltimore. Flugið var ekki eins og hver ann­ar vinnu­dag­ur þar sem eig­inmaður henn­ar, Friðrik Ottesen flug­stjóri, flaug vél­inni og dæt­ur þeirra tvær, þær Ísól Alda Ottesen og Svala Sóllilja Ottesen, voru flug­freyj­ur í flug­inu.

„Við eig­um þess­ar tvær dá­semd­ar stelp­ur og við erum öll hjá Play. Við mæðgurn­ar byrjuðum all­ar í fyrra,“ seg­ir Eva um fjöl­skyld­una sína.

Það má segja að Eva hafi alltaf verið með ann­an fót­inn í flug­inu í tengsl­um við starf eig­in­manns­ins en það var í fyrra sem hún lét gaml­an draum ræt­ast. „Ég ákvað bara að slá til í fyrra og fara út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. Ég hef verið að gera eitt­hvað allt annað í líf­inu en að vera flug­freyja. Ég er lærður hársnyrt­ir og hef verið að klippa í gegn­um árin og eitt og annað,“ seg­ir Eva.

Hvernig er flug­freyju­starfið?

„Það er dá­sam­legt. Þetta er það skemmti­leg­asta sem ég hef gert í líf­inu.“

Stolt í háloft­un­um á mæðradag­inn

Flugið til Baltimore í vik­unni var ekki fyrsta flug fjöl­skyld­unn­ar sam­an. „Við fór­um í jóla­stopp. Við flug­um öll sam­an um jól­in,“ seg­ir Eva en þá flug fjöl­skyld­an til New York og varði stopp­inu sínu sam­an í stóra epl­inu. 

Eva er orðin yf­ir­flug­freyja þannig að hún stjórn­ar dætr­um sín­um þegar hún flýg­ur með þeim en seg­ir fjöl­skyld­una auðvitað fyrst og fremst fag­lega í sam­skipt­um í vinn­unni. Einn besti dag­ur­inn í vinn­unni var á mæðradag­inn. „Ég get eig­in­lega ekki lýst því, þetta var eig­in­lega besti dag­ur­inn hingað til. Ég var ofboðslega stolt og þakk­lát fyr­ir að verja deg­in­um með stelp­un­um í háloft­un­um. Þær voru svo flott­ar.“

Eva seg­ir þau fá já­kvæð viðbrögð þegar kem­ur í ljós að þau eru öll að vinna á sama vinnustaðnum. „Fólki finnst þetta rosa­lega skemmti­legt. Vinnu­fé­lag­ar okk­ar eru rosa­lega já­kvæðir. Oft seg­ist fólk vera búið að fljúga með báðum dætr­um mín­um og nú fái það loks að fljúga með mér eða það sé búið að fljúga með Friðriki.“

Evu finnst alltaf jafn skemmti­leg í vinn­unni og get­ur ekki gert á milli þeirra staða sem hún stopp­ar á. „All­ir staðirn­ir sem við för­um til hafa sinn sjarma,“ seg­ir Eva að lok­um.

Fjölskyldan var hress áður en flugvélin fór af stað til …
Fjöl­skyld­an var hress áður en flug­vél­in fór af stað til Boltemore á fimmtu­dag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka