Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu um helgina?

Á að skella sér í útilegu um helgina?
Á að skella sér í útilegu um helgina? mbl.is/RAX

Veðurguðirnir hafa gefið landsmönnum allan pakkann síðustu vikur – sól, snjó og rigningu. Þeir sem ætla að skella sér í útilegu og vilja frekar elta sólina en snjóinn um helgina ættu að stefna á Suðurland, en samkvæmt tjaldvef Bliku verður besta veðrið þar.

Skjól

Besta veðrinu er spáð á tjaldsvæðinu Skjól sem er staðsett mitt á milli Gullfoss og Geysis. Á föstudaginn er búist við að það verði alskýjað, 14°C og Suð-vestan 1 m/s. Á laugardaginn á hins vegar að vera heiðskírt og búist við að hitinn fari upp í 17°C og það verði Vestan 2 m/s. Á sunnudaginn er búist við að það verði skýjað, 16°C og Norð-vestan 6 m/s.

Á tjaldsvæðinu er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, þráðlausu neti og sturtu gegn gjaldi. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.

Besta veðrinu er spáð á tjaldsvæðinu á milli Gullfoss og …
Besta veðrinu er spáð á tjaldsvæðinu á milli Gullfoss og Geysis. Ljósmynd/Utilegukortid.is

Skaftafell

Í Skaftafelli er von á að það verði askýjað alla helgina, en þar er þó búist við stilltu veðri og fínu hitastigi. Á föstudaginn er spáð 13 °C og Vestan 1 m/s, á laugardaginn er búist við að hitinn fari upp í 16°C og það verði Suð-vestan 1 m/s. Á sunnudaginn er búist við 10°C og Sunnan 1 m/s.

Tjaldsvæðið í Skaftafelli er opið allan ársins hring, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, gjaldrjálsri sturtu og þvottavél. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.

Skaftafell er mikil náttúruperla.
Skaftafell er mikil náttúruperla. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Flúðir

Á Flúðum er búist við að sólin láti sjá sig og reiknað með fínu veðri um helgina. Á föstudaginn er búist við að það verði alskýjað, 13°C og Suð-vestan 2 m/s. Á laugardaginn er von á að sólin láti sjá sig, en þá er búist við að það verði léttskýjað, 17°C og Suð-vestan 3 m/s. Á sunnudaginn er svo reiknað með því að það verði skýjað, 16°C og Norð-vestan 5 m/s.

Tjaldsvæðið er staðsett við bakka Litlu Laxár á Flúðum. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, gjaldfrjálsri sturtu og þvottavél. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu. 

Í gegnum árin hefur tjaldsvæðið á Flúðum verið vinsælt meðal …
Í gegnum árin hefur tjaldsvæðið á Flúðum verið vinsælt meðal ferðamanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Skógafoss

Um helgina er einnig spáð fínu veðri á tjaldsvæðinu við Skógafoss undir Eyjafjöllum. Á föstudaginn er reiknað með að það verði skýjað, 12°C og Sunnan 5 m/s. Á laugardaginn er hins vegar von á heiðskíru veðri, 12°C og Suð-vestan 2 m/s. Á sunnudaginn er búist við því að það verði skýjað, en þá á hitinn að fara upp í 18°C og reiknað með Norð-vestan 5 m/s.

Á tjaldsvæðinu er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni og gjaldskyldri sturtu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.

Ekki amalegt að vakna með útsýni yfir einn fegursta foss …
Ekki amalegt að vakna með útsýni yfir einn fegursta foss landsins! Ljósmynd/Tjalda.is

Hellishólar

Á Hellishólum í Fljótshlíð er einnig spáð mildu og góðu veðri um helgina. Á föstudaginn er búist við að það verði skýjað, 13°C og Vestan 3 m/s. Á laugardaginn er hins vegar reiknað með að það verði léttskýjað, 16°C og Suð-vestan 4 m/s. Á sunnudaginn er svo spáð að það verði skýjað, en þá á hitinn að fara upp í 17°C og búist við Norð-vestan 6 m/s.

Á tjaldsvæðinu er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, gjaldfrjálsi sturtu, þvottavél og þráðlausu neti. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu.

Það er nóg af afþreyingu í boði við tjaldsvæðið.
Það er nóg af afþreyingu í boði við tjaldsvæðið. Ljósmynd/Hellisholar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert