Brot af því besta á Austurlandi

Brot af því besta á Austurlandi.
Brot af því besta á Austurlandi.

Nóg er af náttúruperlum, skemmtilegri afþreyingu og góðum stöðum til að njóta matar og drykkjar á Austurlandi. Hér má sjá brot af því besta!

Vök Baths

Það skiptir máli að heimsækja að minnsta kosti eitt baðlón á ferðalaginu. Vök Baths er eitt það glæsilegasta á landinu og svíkur engan. 

Vök Baths.
Vök Baths.

Hengifoss

Hengifoss í Fljótsdal er einstaklega tignarlegur foss en hann er einn af hæstu fossum landsins.

Hengifoss.
Hengifoss. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjórhjólaferð og axarkast í Hallormsstaðaskógi með East Highlanders

Ræktaðu þinn innri víking í Hallormsstaðaskógi. Axarkast er tilvalið fyrir fólk með keppnisskap sem vill koma adrenalínflæðinu af stað.

Axarkast.
Axarkast. Ljósmynd/Unsplash.com/Alexei Scutari

Beljandi Brugghús á Breiðdalsvík

Á Austurlandi er að finna nokkur handverksbrugghús. Ef förinni er heitið til Breiðdalsvíkur er mikilvægt að koma við á brugghúsinu Beljanda sem býður alla jafna upp á fjórar til fimm tegundir af bjór.

Beljandi brugghús.
Beljandi brugghús. Ljósmynd/Beljandi brugghús

Gisting hjá ferðaþjónustunni á Mjóeyri á Eskifirði

Á Mjóeyri er skemmtileg fjara, friðsælt umhverfi, fallegt útsýni yfir fjörðinn og til fjalla. Það er lykilatriði að fara í heita pottinn sem er gamall bátur.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri.
Ferðaþjónustan á Mjóeyri. Ljósmynd/Ferðaþjónustan á Mjóeyri

Seyðisfjörður

Það er ekki hægt að sleppa því að taka mynd á regnbogagötunni við kirkjuna á Seyðisfirði. Þá má alls ekki gleyma því heldur að fá sér sushi á Norð Austur - sushi & bar.

Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðlagil

Það er ekki hægt að ferðast um Austurland án þess að koma við á einum fegursta stað landsins, Stuðlagili. Hægt er að njóta útsýnisins frá tveimur stöðum en aðstaðan hefur stórbatnað á síðustu árum.

Stuðlagil.
Stuðlagil. Ljósmynd/Unsplash.com/Misha Martin
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka