Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu um helgina?

Á að skella sér í útilegu um helgina?
Á að skella sér í útilegu um helgina? mbl.is/Golli

Veðurguðirnir virðast ekki ætla að baða landsmenn í of mikilli sól um helgina. Þeir sem ætla í útilegu og vilja elta besta veðrið ættu að halda sig á Austurlandi samkvæmt tjaldvef Bliku

Ferðavefur mbl.is tók saman þau fimm tjaldsvæði þar sem besta veðrinu er spáð um helgina.

Myllulækur

Búist er við besta veðrinu á tjaldsvæðinu við Myllulæk um helgina. Á föstudag er reiknað með því að það verði skýjað, 7°C, norðaustan 2 m/s og úrkoman verði 2 mm. Á laugardaginn er búist við rigningu, 6°C, norðaustan 4 m/s og á úrkoman að nema 5 mm. Á sunnudaginn lætur sólin svo sjá sig en þá er búist við að það verði heiðskírt, 12°C og suðvestan 4 m/s.

Tjaldsvæðið er staðsett í um 12 km fjarlægð frá Höfn í Hornafirði og býður upp á einstaka fjallasýn. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, salerni og sturtu gegn gjaldi. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu. 

Besta veðrið verður í nágrenni við Höfn í Hornarfirði samkvæmt …
Besta veðrið verður í nágrenni við Höfn í Hornarfirði samkvæmt vef Bliku! Ljósmynd/Blika.is

Haukafell

Tjaldsvæðið Haukafell er staðsett á Suðausturlandi, en þar er búist við næstbesta veðrinu um helgina. Á föstudag er reiknað með því að það verði skýjað, 8°C, norðan 6 m/s og úrkoman verði 2 mm. Á laugardag er hins vegar búist við rigningu, 6°C, norðaustan 4 m/s og á úrkoman að nema 5 mm. Sólin lætur svo sjá sig á sunnudaginn en þá er búist við að það verði heiðskírt, 12°C og suðvestan 4 m/s.

Haukafell er afskekkt tjaldsvæði þar sem gestir geta upplifað friðsæld og kyrrð í fallegri náttúru. Þar er aðgengi að köldu vatni og salerni, en ekki rafmagni, heitu vatni eða sturtu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu. 

Á tjaldsvæðinu geta gestir upplifað friðsæld og ró í fallegu …
Á tjaldsvæðinu geta gestir upplifað friðsæld og ró í fallegu umhverfi. Ljósmynd/Campsire.com

Djúpivogur

Tjaldsvæðið á Djúpavogi býður einnig upp á fína spá um helgina. Búist er við að það verði skýjað á föstudag, 7°C, norðvestan 10 m/s og úrkoman verði 2 mm. Á laugardag er spáð rigningu, 5°C, norðaustan 4 m/s og á úrkoman að nema 4 mm, en á sunnudaginn er hins vegar reiknað með því að það verði léttskýjað, 15°C og suðvestan 5 m/s. 

Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins með fallegu útsýni yfir höfnina. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, eldunaraðstöðu, salerni, þvottavél og sturtu gegn gjaldi. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu. 

Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir höfnina.
Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir höfnina. Ljósmynd/Tjalda.is

Smiðjunes

Veðurspáin er einnig fín fyrir tjaldsvæðið í Smiðjunesi í Lóni. Á föstudag er búist við að það verði skýjað, 11°C, norðaustan 7 m/s og úrkoman verði 3 mm. Á laugardag er spáð rigningu rétt eins og á hinum tjaldsvæðunum, en búist er við 5°C, norðaustan 7 m/s og á úrkoman að nema 6 mm. Á sunnudaginn kemur sólin hins vegar úr felum, en þá er búist við að það verði heiðskírt, 13°C og suðvestan 6 m/s. 

Smiðjunes í Lóni er fallegt tjaldsvæði á afskekktum stað. Þar er aðgengi að köldu vatni og salerni, en ekki heitu vatni, rafmagni eða sturtu. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu. 

Smiðjunes í Lóni er fallegt tjaldsvæði.
Smiðjunes í Lóni er fallegt tjaldsvæði. Ljósmynd/Tjalda.is

Laugarvatn

Á Laugarvatni er ágætis spá um helgina, en á föstudaginn er búist við að það verði alskýjað, 12°C, suðaustan 3 m/s og úrkoman verði 3 mm. Á laugardag er spáð rigningu, 10°C, austan 1 m/s og á úrkoman að nema 11 mm. Á sunnudag virðist sólin ekkert ætla að láta sjá sig, en þá er spáð að það verði alskýjað, 10°C, suðvestan 6 m/s og úrkoman verði 5 mm. 

Tjaldsvæðið á Laug­ar­vatni er skjólgott með fal­legu út­sýni. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, sturtu, rafmagni og sal­erni. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu. 

Spáin á Laugarvatni er ágæt um helgina.
Spáin á Laugarvatni er ágæt um helgina. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert