Stunur vinanna skemma ferðalagið

Mörgum finnst óþægilegt að koma að fólki í ástaratlotum.
Mörgum finnst óþægilegt að koma að fólki í ástaratlotum.

Hjón leita ráða hjá ferðasérfræðingi The Times. Þau eru á leið í frí með vinapari sem eiga það til að vera heldur ástrík í garð hvors annars.

Kona mín og ég erum að fara í frí til Normandí með öðru vinapari. Við elskum þau. Þau eiga heima neðar í götunni og við verjum miklum tíma með þeim og deilum sömu áhugamálum. Vandamálið er að þau eru mjög ástrík í garð hvors annars. Oft kem ég að þeim að kyssast eða í innilegum faðmlögum og á síðasta ferðalagi sem við tókum saman heyrðum við í þeim stunda kynlíf. Við erum öll fullorðið fólk og þetta angar ekki konuna mín en mér finnst þetta hallærislegt. Hvað get ég gert?

Svar ráðgjafans:

„Ekkert er eins óþægilegt og að hlusta á gamla vini stunda kynlíf. Það er ekkert verra en þegar gamalt fólk lætur eins og ástfangnir unglingar og við hin þurfum að horfa á. Ég skil því vanlíðan þína. Kannski væri við hæfi að ræða málin opinskátt áður en þið farið í ferðalagið. Reyndu að útskýra að þó að þú sért hamingjusamur fyrir þeirra hönd þá gætu þau kannski stillt sig um ástaratlotin á meðan þið eruð í sama rýminu. Þá má líka benda á að hljóð berist auðveldlega á milli herbergja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert