Aðalskvísur landsins njóta lífsins í Króatíu

Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Eva Einarsdóttir og Birta …
Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Eva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir eru staddar í Króatíu. Samsett mynd

Það væs­ir ekki um sam­fé­lags­miðla­stjörn­urn­ar Sunn­evu Ein­ars­dótt­ur, Magneu Björgu Jóns­dótt­ur, Evu Ein­ars­dótt­ur og Birtu Líf Ólafs­dótt­ur þessa dag­ana, en þær eru stadd­ar í drauma­fríi í Split í Króa­tíu um þess­ar mund­ir.

Þær hafa verið dug­leg­ar að deila mynd­um og mynd­bönd­um frá ferðinni á sam­fé­lags­miðlum, en með þeim eru mak­ar þeirra þeir Bene­dikt Bjarna­son, Ágúst Sveins­son, Jakob Steinn Stef­áns­son og Gunn­ar Pat­rik Sig­urðsson. 

Vin­kon­urn­ar byrjuðu ferðina á að klæða sig upp smella glæsi­leg­um mynd­um af sér við sjó­inn. Dag­inn eft­ir var ferðinni heitið á fal­lega strönd þar sem þær nutu sín í botn, sleiktu sól­ina og tóku að sjálf­sögðu sjóðheit­ar bik­iní­mynd­ir.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birta Líf (@bir­tali­fol­afs)

Elsk­ar vin­konu­ferðir á töfr­andi slóðir

Sunn­eva hef­ur verið dug­leg að ferðast með vin­kon­um sín­um á ár­inu og birta töfr­andi ferðamynd­ir, en hún byrjaði á því að ferðast til Mar­okkó í fe­brú­ar þar sem tök­ur fóru fram fyr­ir raun­veru­leikaþætt­ina LXS.

Í byrj­un maí fór hún svo til Svíðþjóðar og síðan fóru þær Sunn­eva og Birta Líf til New York-borg­ar seinna í mánuðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert