Hollywood-stjarna á Íslendingaslóðum

Reese Witherspoon var í Kaupmannahöfn.
Reese Witherspoon var í Kaupmannahöfn. AFP/Michael TRAN

Það eru fjölmargir Íslendingar sem halda í sumarfrí til Danmerkur ár hvert. Þessir Íslendingar eru í góðum félagsskap í ár þar sem Hollywood-stjarnan Reese Witherspoon ákvað að skella sér til Kaupmannahafnar á dögunum.  

Witherspoon birti myndir úr ferðinni á Instagram. Hún birti meðal annars mynd af sér á hjóli fyrir framan lúxushótelið Hotel d’Angleterre. Hún skoðað einnig svæðið í kringum Christiansborg og kíkti á matarmarkaðinn Kødbyen. 

Leikkonan náði að gera mikið á stuttum tíma. Skömmu seinna var hún komin yfir til Stokkhólms þar sem hún smakkaði meðal annars kanilsnúða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert