Ekki velja þessa skó í flugið

Flugliðar vara við hælaskóm um borð í flugvélum.
Flugliðar vara við hælaskóm um borð í flugvélum. Ljósmynd/Colourbox

Sumir skór eru verri en aðrir þegar kemur að flugferðum. Ferðasérfræðingar eru almennt sammála um það að hælaskór séu verstir og hvetja ferðalanga til þess að forðast hælaskó í lengstu lög.

„Flugliðar veita skóbúnaði fólks eftirtekt enda mikilvægt að farþegar geti gengið um örugglega, sérstaklega í lengri flugferðum eða ef til neyðaratviks kæmi,“ segir í umfjöllun The Sun. „Ef maður er í skóm sem erfitt er að ganga í þá gæti það valdið töfum eða teppu ef rýma þarf vélina.“

„Ég skoða alltaf í hvernig skóm farþegar eru í þegar þeir koma um borð og met það hvort þeir geti hlaupið í þeim ef nauðsyn krefur. Ég vek þá athygli á því að þeir gætu þurft að fara úr skónum ef til þess kæmi.“

Þá leggja flugliðar áherslu á að fólk sé alltaf í skóm á meðan á flugi stendur. Gólfið sé óhreint sérstaklega í kringum klósettin.

Eins er mikilvægt að velja fötin vel. „Það getur skipt sköpum í flugi að vera í þægilegum fötum. Þetta er ekki eitthvað sem allir átta sig á. Að sitja lengi í of þröngum buxum eða óþægilegum skóm getur gert ferðalagið margfalt verra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert