Þetta eru dýrustu sundlaugarnar á Íslandi

Á listanum eru nokkrar af dýrustu sundlaugum landsins samkvæmt gjaldskrá …
Á listanum eru nokkrar af dýrustu sundlaugum landsins samkvæmt gjaldskrá sundlaugar.is. Samsett mynd

Nýverið birtist grein á ferðavef mbl.is þar sem farið var yfir verðlag sundlauga á Höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gjaldskrá á sundlaugar.is, en þar kom í ljós að dýrasta sundferðin er í Reykjavík og kostar 1.330 krónur. Þá kom einnig í ljós að á einu ári hafði stök sundferð hækkað um 120 krónur í verði, en árið áður kostaði sundferðin 1.210 krónur. 

Dýrasta sundferðin enn á Húsafelli

Á síðasta ári tók ferðavefur mbl.is saman lista yfir dýrustu sundlaugar landsins eftir að mikil umræða skapaðist í Facebook-hópnum „Fjármálatips“ þegar mynd af verðskrá sundlaugarinnar á Húsafelli var birt, en þar kostaði aðgangur fyrir fullorðna í laugina 3.800 krónur. Þá kostaði sundferðin 1.500 krónur fyrir börn á aldrinum 10-16 ára, en frítt fyrir börn undir 10 ára aldri. 

Í dag, ári síðar, gildir sama verðskrá í sundlaugina á Húsafelli sem gerir hana að dýrustu sundferð landsins. 

Sundferðin er dýrust á Húsafelli.
Sundferðin er dýrust á Húsafelli. Ljósmynd/Husafell.is

Tvær sundlaugar bæst í hóp þeirra næstdýrustu

Næstdýrasta sundferð landsins er í sundlauginni í Laugarnesi við Birkimel, Sundlaug Stokkseyrar og Sundhöllinni Selfossi, en í þessum sundlaugum kostar stakt gjald fyrir fullorðna 1.700 krónur. 

Á síðasta ári var sundlaugin við Laugarnes einnig næstdýrasta sundferð landsins, en verðskráin hefur ekki breyst þar. Hins vegar rötuðu hvorki Sundlaug Stokkseyrar né Sundhöllin Selfossi inn á listann í fyrra. 

Í sundlaugina í Laugarnesi við Birkimel borga börn á aldrinum 6-16 ára 500 krónur fyrir staka sundferð, en yngri börn fá að fara frítt í laugina. Í Sundlaug Stokkseyrar og Sundhöllinni Selfossi borga börn á aldrinum 10-17 ára 350 krónur fyrir staka sundferð, en börn yngri en 10 ára fara frítt í laugina. 

Frá sundlauginni í Laugarnesi er fallegt útsýni yfir Breiðafjörðinn.
Frá sundlauginni í Laugarnesi er fallegt útsýni yfir Breiðafjörðinn. Ljósmynd/Sundlaugar.is

Fjórar laugar selja staka sundferð á 1.500 krónur

Því næst eru fjórar sundlaugar sem selja staka sundferð á 1.500 krónur, en það eru Lýsulaugar í Staðarsveit, Neslaug í Árnesi, Skeiðalaug í Brautarholti og Sundlaugin Blönduósi. Á síðasta ári kostaði sundferðin 1.500 krónur í tvær laugar, Lýsulaugar og Skeiðalaug, en nú hafa tvær sundlaugar bæst í hópinn. 

Börn á aldrinum 10-17 ára borga 500 krónur fyrir staka sundferð í Lýsulaugar, en yngri börn fá að fara frítt í laugina. Í Neslaug og Skeiðalaug borga börn á aldrinum 11-18 ára 500 krónur fyrir eina sundferð, en fá frítt ofan í laugina til 10 ára aldurs. Í Sundlauginni Blönduósi borga börn á aldrinum 8-18 ára 500 krónur fyrir sundferðina, en yngri börn fá frítt.

Sundlaugin á Blönduósi er í hópi lauga sem selja staka …
Sundlaugin á Blönduósi er í hópi lauga sem selja staka sundferð á 1.500 krónur. Ljósmynd/Sundlaugar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka