Svona á að glíma við ógleði í flugi

Það er óþægilegt að kasta upp í flugi.
Það er óþægilegt að kasta upp í flugi. Unsplash.com/Kevin Andre

Margir geta orðið fyrir þeirri óþægilegu upplifun að verða flökurt um borð í flugvél. Sérstaklega ef það er ókyrrð í lofti. 

Í þeim tilvikum getur reynst erfitt að láta sér líða betur þar sem oft er þröngt um mann og lítið í boði. Læknar mæla þó með að maður haldi kyrru fyrir.

„Það er ekki betra að standa upp og labba um ganga flugvélarinnar ef maður er að glíma við ógleði. Best er að sitja sem fastast því þannig nær maður að halda þyngdarpunktinum stöðugum,“ segir í umfjöllun The Sun.

Þá er einnig gott að forðast að horfa á síma eða aðra skjái. Best sé að reyna að sofna. Ef maður á erfitt að sofna þá er gott að hlusta á eitthvað róandi eins og hlaðvarp.

Eins getur verið gott að borða eitthvað smáræði til þess að minnka ógleðina. 

„Oft er matur það síðasta sem maður vill þegar manni er flökurt en stundum getur það hjálpað að borða eitthvað aðeins. Þá skal velja eins bragðlítinn mat og hægt er, brauð eða kex eru góðir valkostir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert