Ítalía að hætti Jennifer Lopez

Jennifer Lopez kann að gera vel við sig á Ítalíu.
Jennifer Lopez kann að gera vel við sig á Ítalíu. AFP/ Michael TRAN

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez naut lífsins á ítölsku riveríunni án Bens Affleks í síðustu viku. Ferðalag að hætti Jennifer Lopez er ekki á færi allra. Það má þó láta sig dreyma um lúxusfrí á Amalfi-ströndinni eins Lopez fór í. 

Hótelið Villa TreVille í Positano

Lopez dvaldi á hótelinu Villa TreVille í Positano á Amalfi-ströndinni að því fram kemur á vef People. Nóttin á herberginu getur auðveldlega kostað tvöþúsund Bandaríkjadali. Húsið var áður í eigu ítalska leikstjórans Franco Zeffirelli en er núna eitt mesta lúxushótelið á Ítalíu.  

Veitingastaðurinn La Gavitella í Praiano

Hollywood-stjarnan fékk sér að borða á veitingastaðnum La Gavitella í litlum fallegum bæ sem heitir Praiano. La Gavitella er bæði veitingastaður og strandklúbbur með útsýni yfir bæinn Positiano og eyjuna Capri. Lopez borðaði pasta með humri.

Ströndin í Positano.
Ströndin í Positano. Ljósmynd/Unslpash.com/Letizia Agosta

Verslað í Antica Sartoria í Sorrento

Lopez lét það eftir sér að versla aðeins í búð sem heitir Antica Sartoria. Hún keypti hefðbundinn gamlan kjól í búð. 

Veitingastaðurinn Lo Scoglio Restaurant í Nerano

Jennifer Lopez borðaði á þessum veitingastað en hann er meðal annars þekktur fyrir fallegt útsýni og sjávarrétti. David Beckham, Oprah Winfrey og Rihanna hafa einnig snætt á staðnum. Lopez borðaði einnig á staðnum árið 2021 þegar hún og Ben Affleck voru nýbyrjuð aftur saman.

Bátsferð

Jennifer Lopez skellti sér í bátsferð en það er ekki hægt að ferðast um Amalfi-ströndina án þess að skella sér í bátsferð og það gerði Jennifer Lopez. 

Veitingastaðurinn Ristorante Da Vincenzo í Positano

Lopez skellti sér á þennan fjölskyldustað í Positano sem sérhæfir sig í fiskmeti og pasta.

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. AFP/Michael TRAN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert