Katrín í útlöndum

Svo virðist sem að Katrín og vinkonur hennar séu staddar …
Svo virðist sem að Katrín og vinkonur hennar séu staddar í evrópskri borg. Skjáskot/Instagram

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er stödd í útlöndum. Hún deildi mynd af sér og vinkonum sínum á Instagram-síðu sinni í dag. Óljóst er hvar þær stöllur eru staddar.

Með Katrínu í ferðinni eru þær Bergþóra Benediktsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Katrínar, Anna Lísa Björnsdóttir aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og Lára Björg Björnsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Katrínar. 

Lítið hefur sést til Katrínar síðan 1. júní þegar Íslendingar gengu til forsetakosninga. Eins og flestir vita var Katrín í framboði til embættis forseta, en Halla Tómasdóttir hlaut kjör.

Katrín lét þó sjá sig á Þingvöllum um miðjan júní en hún leiddi gesti um þjóðgarðinn í til­efni af því að 80 ár voru liðin frá stofn­un lýðveld­is Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert