Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, hefur rekið farsæla ferðaþjónustu á Tenerife í nokkur ár. Nú er hann að velta fyrir sér hvort að hann eigi að fara í útrás til Ítalíu.
Svali var nýkominn heim úr fjölskyldufríi á Ítalíu þegar ferðavefur mbl.is náði á hann. Hann segir Ítalíu alltaf hafa heillað.
„Ég var mikið á Ítalíu sem barn þannig að Ítalía hefur alltaf verið á ratar. Það er hins vegar ekki fyrr en núna seinni ár sem hún hefur heillað mig sem vettvangur í ferðaþjónustu. Hver veit hvað gerist í náinni framtíð,“ segir Svali sem segir svo sem ekkert í hendi en hann stefni til Ítalíu.
Eru einhver svæði þá sem þér finnst vera meira spennandi en önnur?
„Ég hef verið heillaður að Ítalíu almennt. Toskana togar en svo eru bara svo mörg svæði þarna sem öll hafa sinn sjarma,“ segir Svali.