Framhjáhaldarinn með í fríið

Það getur verið óþægilegt að vera innan um fólk sem …
Það getur verið óþægilegt að vera innan um fólk sem hefur haldið framhjá vinum manns. Ljósmynd/Getty images

Kona leitar ráða hjá ferðaráðgjafa The Times vegna hópferðalags sem vinirnir ætla í. Búið er að leigja stóra villu en einn hængur er á gjöf Njarðar. 

Við erum fjórir vinir sem höfum þekkst frá því í menntaskóla. Ég er búin að leigja stóra villu og allir makar koma með sem og börn sem eru öll á grunnskólaaldri. Eina vandamálið er að eiginmaður vinkonu minnar hefur haldið fram hjá henni. Hún fyrirgaf honum en við eigum hins vegar erfitt með að gleyma því. Ég hef varla yrt á hann síðan framhjáhaldið komst upp og ég er í raun mjög pirruð að hún skyldi hafa tekið við honum aftur. Þá er ég hrædd um að börnin skynji þetta óheilbrigða umhverfi í fríinu. Hvernig getum við átt gott frí öll saman með svona manni?

Svar ráðgjafans:

Það er ákveðin vöknun þegar maður áttar sig á því að lífið fer ekki alltaf eins og maður ætlar sér. Best væri ef allir karlar í miðaldurskrísu myndu kaupa sér sportbíl eða fá sér húðflúr og láta þar við sitja. En svo er ekki hjá öllum.

Framhjáhöld eru með því sársaukafyllsta og sálardrepandi atburður sem hægt er að lenda í. En fólk er breyskt. Líklega sér maðurinn eftir framhjáhaldi sínu og vinkona þín ákveðið að fyrirgefa honum.

Það er mikilvægt að þú virðir val hennar og reiðist henni ekki. Nú er hún í þeirri stöðu að vera alltaf á varðbergi gagnvart eiginmanni sínum og getur ekki fullkomlega treyst honum. 

Þú þarft að vera til staðar fyrir hana og styðja við bakið á henni. Í fríinu skaltu því einbeita þér að henni. Og ekki hafa áhyggjur af börnunum. Þau taka sjaldnast eftir okkur gamla fólkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert