Auðunn Blöndal fagnaði afmælinu í Barselóna

Auðunn Blöndal aldrei verið ferskari.
Auðunn Blöndal aldrei verið ferskari. Skjáskot/Instagram

Útvarps­maður­inn og skemmtikraft­ur­inn Auðunn Blön­dal, einnig þekkt­ur sem Auddi Blö, fagnaði 44 ára af­mæli sínu í gær á sund­laug­ar­bakk­an­um í Bar­sel­óna á Spáni. 

Auðunn kann svo sann­ar­lega að gera vel við sig en á sam­fé­lags­miðlum má sjá kapp­ann í þaksund­laug, með ís­kald­an í hönd og í faðmi vel val­inna vina. 

Auðunn hef­ur lengi skemmt þjóðinni á skján­um og í út­varpi en hann hóf fer­il­inn í sjón­varpsþætt­in­um 70 mín­út­ur á Popp Tíví árið 2001.

Síðan þá hef­ur hann tekið þátt í fjöl­mörg­um verk­efn­um tengd­um skemmt­un og byrjað með sinn eig­in út­varpsþátt, FM95Blö, á FM957. Einnig var hann eft­ir­minni­lega kynn­ir í sjón­varpsþátt­un­um Ísland Got Talent og All­ir geta dansað. Hann hef­ur einnig leikið í Svín­asúp­unni, Steypu­stöðini auk þess sem hann tók þátt í Drauma-serí­un­um sem ger­ast víðs veg­ar um heim­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert