Harry og Meghan fara ekki með í sumarfríið

Ekki er gert ráð fyrir því að Harry og Meghan …
Ekki er gert ráð fyrir því að Harry og Meghan fari í frí með þeim Vilhjálmi og Katrínu í sumar. AFP/Kirsty O'Connor

Breska konungsfjölskyldan fer saman til Skotlands í ágúst eins og hefð er fyrir. Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, dvelja hins vegar ekki með fjölskyldunni í Balmoral-kastala. 

Balmoral-kastali hefur lengi verið sumardvalastaður bresku konungsfjölskyldunnar. Kastalinn er opinn almenningi í sumar en lokar þann 4. ágúst. Heimildarmaður miðilsins Express greinir frá því að konungsfjölskyldan haldi til Skotlands um miðjan ágúst til þess að velja í kastalanum. Einhverjir verða fyrr á ferðinni þar sem ráðgert er að farið verði á veiðar þann 12. ágúst. 

Gott frí eftir erfitt ár

Árið hefur verið erfitt hjá fjölskyldunni en bæði Karl Bretakonungur og Katrín prinsessa af Wales greindust með krabbamein. Sumarfríið verður því kærkomin hvíld í huga fjölskyldunnar. „Vilhjálmur og Katrín munu verja tíma með konungsfjölskyldunni í Balmoral,“ sagði heimildarmaðurinn. Anna prinsessa mun einnig gera sér ferð til Skotlands ásamt eiginmanni sínum Tim Laurance. Zara Tindall, dóttir Önnu prinsessu og fjölskylda hennar munu einnig mæta. 

Samkvæmt vel tengdum heimildarmanni eru hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, ekki á gestalistanum. „Harry og Meghan munu ekki verja tíma með hinum í konungsfjölskyldunni í ágúst,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Breska konungsfjölskyldan slakar á í Balmoral-kastala í sumar.
Breska konungsfjölskyldan slakar á í Balmoral-kastala í sumar. AFP/PAUL ELLIS

Mikilvægt samtal í fríinu

„Konungurinn vill að þessi rúmlega vika í ágúst verði gleðilegur viðburður þar sem konungsfjölskyldan getur rætt saman um framtíðina og slakað á,“ sagði heimildarmaður. Harry og Meghan sinna ekki opinberum skyldum og því ekki hluti af þessu samtali. Ekki er útilokað að fjölskylda Harry heimsæki kónginn seinna þegar hinir eru farnir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert