Ítölsk borg vísar ferðamönum frá vegna vatnsskorts

Íbúar Sikileyjar hafa áhyggjur af aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við …
Íbúar Sikileyjar hafa áhyggjur af aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við við vatnsskort. Ljósmynd/Andrea Mosti/Pexels

Yfirvöld í ítölsku borginni Agrigento á Sikiley eru farin að vísa ferðamönnum frá vegna vatnsskorts á eyjunni. Vegna mikilla þurrka lýsti eyjan yfir neyðarástandi í febrúar en ástandið hefur aðeins farið versnandi síðan þá. Nýleg vatnsleiðslukerfi í bland við önnur ævaforn kerfi eru í þann mund að þorna upp og því hafa íbúar þurft að skammta vatnið mánuðum saman.

Þetta hefur einnig reynst eigendum smærri gistastaða erfitt þar sem þeir hafa neyðst til að vísa ferðamönnum frá vegna þess að ekki er hægt að tryggja að nægilegt vatn verði til staðar fyrir klósett- og sturtuaðstöðu gesta. 

Þá eru gömul leiðslukerfi borgarinnar flest farin að leka sem bætir ekki úr stöðu íbúa á Sikiley. 

Mörg hótel hafa varað viðskiptavini við mögulegum vatnsskorti og boðist til að aðstoða þá við að finna gistingu annarsstaðar þar sem takmarkannir eru ekki eins áþreifanlegar. Íbúar og fyrirtæki Sikileyjar eru þó enn ráðalaus, en ekkert hefur verið gert í áætlunum um gerð nýrra vatnslagna sem eiga að liggja frá meginlandinu.

„Sumartraffíkin er nú þegar hafin og við höfum áhyggjur. Enginn hefur gefið okkur almennilegar lausnir en við borgum úr okkar eigin vasa fyrir vatnstanka. Þessi áhætta er að eyðileggja einu auðlindina sem við höfum – túrisma,“ segir Marco Maccarrone, eigandi veitingastaðarins Caico Trattoria e Cantina í Agrigento.

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert