Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar?

Verður aftur bongó á Austurlandi?
Verður aftur bongó á Austurlandi? Ljósmynd/Unsplash/Patrick Hendry

Um síðustu helgi fylltust tjaldsvæði á austurhluta landsins af sólþyrstum Íslendingum sem nutu þess að sjá loksins í íslensku sumarsólina. En hvernig ætli spáin sé fyrir næstu helgi?

Ferðavefur mbl.is tók saman þau fimm tjaldsvæði þar sem besta veðrinun er spáð yfir helgina samkvæmt tjaldvef Bliku.

Stóra Sandfell

Næstkomandi helgi er besta veðrinu spáð á tjaldsvæðinu Stóra-Sandfelli í Skriðdal sem staðsett er um 17 kílómetra sunnan við Egilsstaði. Á föstudaginn er reiknað með að það verði skýjað, 16°C og suðaustan 5 m/s. Á laugardaginn á að vera alskýjað, 10°C og norðaustan 1 m/s. Á sunnudaginn er hins vegar reiknað með að sólin láti aðeins sjá sig og það verði léttskýjað, 16°C og suðvestan 4 m/s.

Tjaldsvæðið er staðsett í fal­legu skóg­lendi og þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, sal­erni og gjald­frjálsri sturtu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Besta veðrið um helgina á að vera á Austurlandi.
Besta veðrið um helgina á að vera á Austurlandi. Ljósmynd/Storasandfell.is

Ásbrandsstaðir l

Næstbesta veðrinu er spáð á tjaldsvæðinu við Ásbrandsstaði sem er staðsett norðanmegin í Hofsárdal. Á föstudaginn er reiknað með því að það verði skýjað, 18°C og suðaustan 2 m/s. Á laugardaginn er búist við rigningu sem nemur 10 mm, 9°C og norðvestan 3 m/s. Á sunnudaginn á hins vegar að vera skýjað, 15°C og suðvestan 3 m/s.

Á tjaldsvæðinu er hin fín­asta aðstaða, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni, gjald­frjálsri sturtu og eld­un­araðstöðu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Á tjaldsvæðinu við Ásbrandsstaði á einnig að vera fínt veður …
Á tjaldsvæðinu við Ásbrandsstaði á einnig að vera fínt veður um helgina. Ljósmynd/East.is

Skipalækur 2

Á tjaldsvæðinu Skipalæk í Fellabæ, sem er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá miðbæ Egilsstaða, er einnig spáð fínu veðri um helgina. Á föstudaginn er reiknað með því að það verði skýjað, 16°C og suðaustan 6 m/s. Á laugardaginn á að vera alskýjað, 9°C og norðan 1 m/s. Á sunnudaginn er svo búist við að það verði skýjað, 16°C og suðvestan 4 m/s. 

Tjaldsvæðið er friðsælt í fal­legu um­hverfi, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni og gjald­frjálsri sturtu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Tjaldsvæðið er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum.
Tjaldsvæðið er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum. Ljósmynd/Tjalda.is

Flúðir

Góða veðrið virðist ætla að teygja sig frá Austurlandi og yfir á Suðurland, en á tjaldsvæðinu á Flúðum er einnig reiknað með fínu veðri um helgina. Á föstudaginn á að vera alskýjað, 14°C og norðaustan 1 m/s. Á laugardaginn er hins vegar reiknað með því að sólin láti aðeins sjá sig, en þá er gert ráð fyrir að það verði skýjað, 16°C og norðan 1 m/s. Á sunnudaginn er svo aftur gert ráð fyrir að það verði alskýjað, 11°C og vestan 4 m/s.

Tjaldsvæðið er staðsett við bakka Litlu Laxár á Flúðum. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, gjald­frjálsri sturtu og þvotta­vél. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Í gegn­um árin hef­ur tjaldsvæðið á Flúðum verið vin­sælt meðal …
Í gegn­um árin hef­ur tjaldsvæðið á Flúðum verið vin­sælt meðal ferðamanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Laugarvatn

Á Laugarvatni er spáð fínu útileguveðri um helgina. Á föstudag er reiknað með að það verði skýjað, 14°C og suðaustan 2 m/s. Á laugardag á einnig að vera skýjað, en þá er spáð 15°C og austan 1 m/s. Á sunnudag er svo reiknað með að það verði alskýjað, 11°C og vestan 4 m/s.

Tjaldsvæðið á Laug­ar­vatni er skjólgott með fal­legu út­sýni. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, sturtu, raf­magni og sal­erni. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Spá­in á Laug­ar­vatni er fín um helg­ina.
Spá­in á Laug­ar­vatni er fín um helg­ina. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert