Play gefur þúsund gjafabréf

Flugliðar Play eru staddir fyrir framan Kjarvalsstaði við Klambratún með …
Flugliðar Play eru staddir fyrir framan Kjarvalsstaði við Klambratún með 1.000 gjafabréf.

Flugliðar flugfélagsins Play eru nú staddir fyrir framan Kjarvalsstaði við Klambratún í Reykjavík með 1.000 gjafabréf sem þeir ætla að gefa gestum og gangandi á meðan birgðir endast. Byrjað verður að gefa miðana klukkan 10:00 og eru þeir hugsaðir sem sárabætur vegna veðursins sem hefur heillað fáa á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. 

„Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki leikið við landsmenn uppá síðkastið og við hjá Play ákváðum að gleðja Íslendinga með þessari ferðagjöf og gefa þeim inneign í sólina því við eigum öll skilið aðeins meira sumar.

Miðað við það sem ég heyri út undan mér hér á höfuðborgarsvæðinu lætur fólk veðrið fara mjög í taugarnar á sér þessa dagana og ég er sannfærð um það þessi þúsund gjafabréf verði ekki lengi að hverfa þannig að þeir sem vilja gjafabréf ættu að drífa sig niður á Klambratún núna,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play.

Upphæð gjafabréfsins er 10.000 krónur sem hægt er að nota upp í flug til allra áfangastaða félagsins. Gjafabréfin gilda þó aðeins í eina viku frá og með deginum í dag og eru liður í markaðsherferð félagsins sem ber heitið "Ferðagjöf Play".

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert