Eiginmaðurinn vill ekki gefa þjórfé

Hjón deila um þjórfé á ferðalögum.
Hjón deila um þjórfé á ferðalögum. Getty images

Kona leitar ráða hjá ferðaráðgjafa The Times. Hún er ósátt við mann sinn sem er yfirgengilega nískur á ferðalögum.

Ég veit að þetta hljómar hjákátlega en maðurinn minn gefur aldrei þjórfé á ferðalögum. Hann sér um fjármál heimilisins og við horfum í hverja krónu, líka þegar við erum á ferðalagi. Nýlega missti ég stjórn á skapi mínu og við hnakkrifumst í Prag. Við fórum í göngu þar sem beðið var um frjáls framlög frekar en að selja inn í gönguna. Maðurinn minn gaf ekkert til leiðsögumannsins. Ekki neitt. Þetta er orðið mjög neyðarlegt. Ég er hins vegar ekki í aðstöðu til þess að láta af hendi rakna. Hvað get ég gert?

Svar ráðgjafans:

Það að vera ekki rausnarlegur í garð leiðsögumanns sem dregur lífið fram á frjálsum framlögum segir mikið um hvaða mann hann hefur að geyma. Hann verður að breytast og það er alveg klárt mál. 

Ég set líka spurningamerki við það að hann sjái eingöngu um fjármálin. Þetta eru þínir peningar líka, ekki satt? Þú þarft að vera skýr með það að þú viljir eiga mann sem gefur af sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert