Áslaug Arna svarar Júlí Heiðari

Áslaug Arna segist skilja að Íslendingar séu sólþyrstir.
Áslaug Arna segist skilja að Íslendingar séu sólþyrstir. Samsett mynd

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra segist skilja að tónlistarmaðurinn og leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson kalli eftir því að íslenska ríkið niðurgreiði sólarlandaferðir fyrir alla Íslendinga. Hún viti samt líka að hann hafi aðeins verið að grínast.

Júlí Heiðar birti mynd­skeið á TikT­ok-reikn­ingi sín­um í síðustu viku þar sem hann skoraði á rík­is­stjórn­ina að niður­greiða sól­ar­landa­ferðir fyr­ir alla Íslend­inga í sum­ar.

„Ég bæði skil hann alveg, enda klædd í ull og kvefuð hérna um miðjan júlí, en veit líka að hann var aðeins að grínast. Þá er þetta samt tækifæri til þess að útskýra aðeins muninn á hægri- og vinstristefnu og hlutverki ríkisins,“ segir Áslaug Arna í myndbandi á TikTok.

Þá útskýrir Áslaug muninn á hægri- og vinstri stefnu:

„Því að hægri stefna snýst um frelsi einstaklingsins, að við treystum fólki til að fara með sitt eigið fé, að við lækkum frekar skatta og leyfum fólki að hafa meira á milli handanna og hafa þá val um það hvort að það fari í utanlandsferðir eða verji fjármunum í annað. Sem og að ríkið geri fáa hluti en geri þá vel en sé ekki best til þess fallið að sinna öllu.

Vinstri stefna aftur á móti snýst frekar um það að geta tekið aukið fé að fólki og útdeilt því eins og þau telja best fyrir fólk.“

@aslaugarna Ég veit að veðrið er búið að vera glatað en @Júlí Heiðar ♬ original sound - Áslaug Arna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert