Tilkynna stærstu breytingar í sögu flugfélagsins

(FILES) In this file photo taken on March 28, 2019 …
(FILES) In this file photo taken on March 28, 2019 Southwest Airlines Boeing 737 MAX aircraft are parked on the tarmac after being grounded, at the Southern California Logistics Airport in Victorville, California. - Pilots from Texas-based Southwest Airlines said October 7, 2019, they had filed a lawsuit against Boeing, accusing it of "deliberately misleading" them over the 737 MAX, which has been grounded after two deadly crashes. (Photo by Mark RALSTON / AFP) AFP

Bandaríska lágjaldaflugfélagið Southwest tilkynnti á dögunum að sala á sætum muni hefjast á næsta ári, en hingað til hefur flugfélagið verið með óráðstöfuð sæti. Þá mun félagið einnig bjóða upp á dýrari sæti með auka fótaplássi og hyggst hefja næturflug.

Fram kemur á vef CNBC að þetta séu stærstu breytingar sem gerðar hafa verið í sögu flugfélagsins sem hefur verið starfrækt í yfir fimm áratugi. Ástæða breytinganna er sögð vera mikill þrýstingur um auknar tekjur frá flugfélaginu sem hefur verið með sama viðskiptamódel í 53 ár. 

80% vilji frekar úthlutuð sæti

Niðurstöður í könnunum á vegum flugfélagsins voru kynntar í tilkynningu frá félaginu, en þær leiddu í ljós að aðalástæða þess að ferðamenn velji önnur félög fram yfir Southwest séu óráðstöfuð sæti. Þá kom einnig fram að 80% af viðskiptavinum Southwest myndu frekar kjósa að fá úthlutuð sæti. 

„Þrátt fyrir að einstaka óráðstafaða sætalíkanið okkar hafi verið hluti af Southwest Airlines frá upphafi hafa ígrundaðar og víðtækar rannsóknir okkar leitt í ljós að þetta er rétti kosturinn – á réttum tíma – fyrir viðskiptavini okkar, fólk okkar og hluthafa,“ sagði Bob Jordan, forstjóri Southwest, í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert