Messi og Roccuzzo sjóðheit í fríinu

Li­o­nel Messi og eigikona hans Antonela Roccuzzo á snekkju.
Li­o­nel Messi og eigikona hans Antonela Roccuzzo á snekkju. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er staddur í verðskulduðu fríi ásamt eiginkonu sinni Antonelu Roccuzzo um þessar mundir. Messi varð nýlega Ameríkubikarmeistari með argentíska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en eins og margir vita var hann borinn út af velli í úrslitaleiknum vegna meiðsla. 

Eins og sést á myndum sem hjónin birtu á samfélagsmiðlum er kappinn í góðum málum í örmum eiginkonu sinnar, en þau eru stödd á lúxussnekkju ásamt vinum sínum. 

Roccuzzo hefur lengi verið helsti stuðningsmaður Messi og hún er …
Roccuzzo hefur lengi verið helsti stuðningsmaður Messi og hún er þekkt fyrir að vera dugleg að mæta með drengina þeirra á leiki. Skjáskot/Instagram

Er mikill fjölskyldumaður

Messi og Roccuzzo hafa verið gift síðan 2017 og þau eiga saman drengina Ciro 6 ára, Mateo 8 ára og Thiago 11 ára.

Fótboltasjarnan hefur alltaf verið mikill fjölskyldumaður en eftir úrslitaleikinn deildi hann hjartnæmum pistli á Instagram síðu sína. „Fjölskylda, takk fyrir að vera alltaf til staðar,“ skrifaði hann við mynd af allri fjölskyldunni eftir úrslitaleikinn.  

View this post on Instagram

A post shared by Leo Messi (@leomessi)

People

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka