Brynja Dan og Jóhann leigja glæsihúsið út á Airbnb

Brynja Dan Gunnarsdóttir og Jóhann Sveinbjörnsson hafa sett glæsilegt parhús …
Brynja Dan Gunnarsdóttir og Jóhann Sveinbjörnsson hafa sett glæsilegt parhús sitt á útleiguvef Airbnb. Samsett mynd

Brynja Dan Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ og einn af eigendum Extraloppunnar, og kærasti hennar Jóhann Sveinbjörnsson hafa sett glæsilegt parhús sitt í Garðabæ á útleiguvefinn Airbnb

Fram kemur í auglýsingunni að húsið sé nýuppgert og rúmi allt að tíu gesti hverju sinni, en það státar af fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Þá kemur einnig fram að frá húsinu sé stórkostlegt útsýni yfir hraunið og að forsetabústaðnum á Bessastöðum.

Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan.
Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan. Ljósmynd/Airbnb.com
Stórir gluggar og mikil lofthæð gefa eigninni glæsibrag.
Stórir gluggar og mikil lofthæð gefa eigninni glæsibrag. Ljósmynd/Airbnb.com

Í september 2022 var greint frá því á Smartlandi að Brynja og Jóhann væru nýtt par. Þau festu svo kaup á parhúsinu í maí 2023 og hafa komið sér afar vel fyrir þar ásamt fjölskyldu sinni.

Hlýleg litapalletta úr náttúrunni ræður ríkjum

Brynja og Jóhann réðust í heilmiklar framkvæmdir þegar þau fengu húsið afhent og hafa í dag innréttað eignina á sérlega fallegan máta. Mjúkir og hlýlegir litatónar og áferð úr náttúrunni ráða ríkjum í húsinu og hefur hver hlutur verið valinn þar inn af kostgæfni. 

Ekki kemur fram á vefsíðunni hvað nóttin í húsinu kostar, en hins vegar hafa þau sett sjö nátta lágmark á bókanir á húsinu. 

Hjónaherbergi með sérbaðherbergi er á neðri hæðinni, en þar er …
Hjónaherbergi með sérbaðherbergi er á neðri hæðinni, en þar er afar notaleg stemning. Ljósmynd/Airbnb.com
Notalegri aðstöðu hefur verið komið fyrir á viðarverönd á neðri …
Notalegri aðstöðu hefur verið komið fyrir á viðarverönd á neðri hæð hússins. Ljósmynd/Airbnb.com
Eldhúsið er með góðu skápa- og vinnuplássi ásamt glæsilegri eyju.
Eldhúsið er með góðu skápa- og vinnuplássi ásamt glæsilegri eyju. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka