„Hrátt flug“ getur verið hættulegt

Heitasta sumartrendið er „hrátt flug“ en það er ekki heilsusamlegt.
Heitasta sumartrendið er „hrátt flug“ en það er ekki heilsusamlegt. Samsett mynd

Aðaltískan í sumar er að fara í gegnum „hrátt flug“ eða það sem kallast á ensku „rawdogging“. Ferðasérfræðingar mæla hins vegar ekki með þessu út frá lýðheilsusjónarmiðum. 

Hrátt flug gengur út á að neita sér um að hlusta á tónlist, horfa á sjón­varps­efni og sofa. Aðeins má horfa á sjónvarpsskjáinn sem sýnir tímalengd flugsins. Þeir allra hörðustu sleppa því að borða og drekka. Þegar flugferðir eru langar getur þetta að sjálfsögðu haft slæmar afleiðingar í för með sér. 

Á vef Daily Mail kemur fram að ferðasérfræðingar hafi varað við þessari tísku sem á rætur sínar að rekja á TikTok. Hér fyrir neðan má sjá af hverju þetta getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. 

Verri flugþreyta

Ef fólk þarf að jafna sig á flugþreytu eftir flug getur verið slæmt að hafa farið í gegnum „hrátt flug“. Það getur nefnilega verið mikilvægt að ná að slaka á í flugi en hrátt flug“ kemur í veg fyrir slökun. 

Meiri þreyta

Fólk sem reynir að fara í gegnum hrátt flug þarf að neita sér um nasl og mat. Fólk á það þess vegna til að upplifa mjög mikla þreytu á meðan tilrauninni stendur. 

Vökvaskortur

Farþegar sem prófa hrátt flug sleppa því oftast að drekka. Það getur hins vegar verið hættulegt að sleppa því að drekka í háloftunum. 

Stress

Talið er að farþegar sem ákveða að horfa á einn punkt í langan tíma upplifi frekar stress af því þeir hafa ekkert að gera. 

Leiðinlegri upplifun

Það þarf varla að koma á óvart en það ekkert skemmtilegt að láta sér leiðast í marga klukkutíma. Flugferðin er oftast upphafið að góðu fríi og þá er um að gera að horfa eða hlusta á eitthvað skemmtilegt. 

Það er skemmtilegra að horfa á eitthvað, hlusta að lesa …
Það er skemmtilegra að horfa á eitthvað, hlusta að lesa í flugvélum. Ljósmynd/Unslpash.com/Suhyeon Choi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert