Maður tekinn með 100 snáka í buxunum

Karlmaður var handsamaður á dögunum þegar hann reyndi að smygla yfir 100 lifandi snákum innan Kína með því að fela þá í buxunum sínum. 

Samkvæmt kínversku tollgæslunni stoppaði tollvörður manninn þegar hann fór um Futain-umferðarmiðstöðina en hann þótti grunsamlegur, þá sérstaklega göngulag hans. 

Eftir að maðurinn var handsamaður fundu tollverðir sex plastpoka með 104 iðandi snákum í öllum regnbogans litum en aðeins smávegis af límbandi hélt snákunum í pokunum. Pokarnir voru síðan flestir faldir í vösunum á buxum mannsins.

Við nánari skoðun kom í ljós að snákarnir voru af fimm mismunandi tegundum en fjórar þeirra eru bannaðar í Kína. Enginn snákur var þó eitraður. 

Kínversk tollyfirvöld hafa enn ekki tilkynnt hvort maðurinn verði handtekinn en hafa varað við að séu lög brotin þá sé það skylda tollsins að takast á við það í samræmi við lögin. 

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert