Gummi kíró flúði til Ítalíu

Sólin fer honum vel.
Sólin fer honum vel. Skjáskot/Instagram

Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, er staddur í borginni Orvieto á Ítalíu um þessar mundir. Hann fékk sig fullsaddan af hvassviðrinu og rigningunni sem hefur plagað landsmenn undanfarið og ákvað því að flýja á hlýrri slóðir.

Guðmundur birti myndir á Instagram-síðu sinni sem sýna frá lífinu í Orvieto.

Hann gistir á glæsilegu hóteli, Altarocca Wine Resort, sem er aðeins ætlað fullorðnum. Guðmundur sóaði engum tíma og kom sér fyrir við sundlaugarbakkann fljótlega eftir komuna á hótelið. Hann birti einnig myndir af sér að njóta kvöldverðar og eðal víns enda staddur í miðju vínhéraði.

„Hitiiii,” skrifaði Guðmundur við myndaseríu á Instagram.

Í fluginu reyndi Guðmundur við TikTok-áskorun sem kall­ast „raw dogg­ing“ eða „hrátt flug“ þar sem netverjar neita sér um þæg­indi eins og að hlusta á tónlist, horfa á sjón­varps­efni eða sofa. Hann gafst þó upp eftir stutta stund og ákvað að nýta tímann betur og vinna. 

Guðmundur reyndi við TikTok-áskorun.
Guðmundur reyndi við TikTok-áskorun. Skjáskot/Instagram
Ákvað fljótlega að nýta tímann betur.
Ákvað fljótlega að nýta tímann betur. Skjáskot/Instagram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert