Mistökin sem maður gerir í París

Eiffel-turninn er staðsettur í 7. hverfi Parísar, en það er …
Eiffel-turninn er staðsettur í 7. hverfi Parísar, en það er hreinlega ekki hægt að heimsækja París án þess að bera turninn augum. Ljósmynd/Unsplash/Elina Sazonova

Ferðaritið Travel&Leisure tók saman nokkur algeng mistök sem ferðamenn gera í París. 

1. Að bjóða ekki góðan daginn

Það er mjög mikilvægt að bjóða alltaf góðan daginn, segja „bonjour!“. Þetta á við um hvert sinn sem stigið er inn í verslun eða veitingastað. Þá á að ná augnsambandi við þann sem maður býður góðan daginn. Við þurfum að viðurkenna tilvist hvors annars. 

2. Að bíða eftir reikningnum

Fólk í París tekur sér góðan tíma yfir matnum. Að borða og drekka er eitt það besta sem frakkar gera og þeir njóta hverrar mínútu. Reikningurinn mun því ekki koma um leið og þú hefur klárað af disknum. Þú þarft að biðja um reikninginn.

3. Að bóka ekki borð fyrirfram

Það verður að bóka borð á bestu veitingastöðunum. Stundum er nóg að bóka daginn áður en stundum þarf með viku eða mánaðar fyrirvara. Veitingastaðirnir eru yfirleitt minni í París en til dæmis í Bandaríkjunum og ekki er jafnmikil pressa á að tæma borðin til að fá inn fleiri kúnna hvert kvöld. Það er því mikil ásókn í að komast að. 

4. Að borða á ferðinni

Parísarbúar taka yfirleitt aldrei mat með sér til að borða á ferðinni. Það á að borða hægt og njóta matarins. Fólk fær sér yfirleitt ekki að borða úti á götu á meðan það er að rölta um. Sama á við um kaffidrykkju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert