Ekki taka upp úr ferðatöskum

Veggjalýs sjást vel með berum augum sérstaklega þegar þær eru …
Veggjalýs sjást vel með berum augum sérstaklega þegar þær eru fullar af blóði því þá þenjast þær út. Ljósmynd/Dreamstime/MorganOliver

Mælt er frá því að taka upp úr töskunum á hótelherbergjum. Það þarf að minnsta kosti að vanda valið hvert maður setur fötin.

„Viðar kommóður á hótelherbergjum hafa ýmsar rifur og horn þar sem meindýr gætu leynst. Mikið hefur borið á svokölluðum rúmpöddum eða veggjalús á hótelum erlendis og þær elska allar svona rifur. Þessar pöddur eru ekki bara í rúmunum. Þá eru þessir staðir sjaldnast þrifnir,“ segir Dr. Jason Singh í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. 

„Það er gott ráð að nota vasaljós til þess að kíkja í þessi skúmaskot til að ganga úr skugga um að engin óæskileg dýr leynist þar. Þá skal fara í saumana á öllu, líka stólum og púðum. Þá skal grandskoða skrifborðin, náttborðin og kommóður. Þá geta pöddurnar einnig leynst á veggjunum, í veggfóðrinu, hjá innstungum og í rúmgöflum.“

„Best er að geyma fötin í ferðatöskunni og taka bara upp úr henni það sem þarf hverju sinni. Að hengja föt upp á herðatré er næst besti kosturinn. Þá er best að geyma ferðatöskuna í baðkarinu um leið og maður kemur inn í herbergið. Það er öruggasta svæðið til þess að forðast pöddurnar. Það gefur manni líka tíma til þess að rannsaka herbergið fyrir pöddum.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert