Ástfangin þrátt fyrir marglyttubit

Vittoria Ceretti og Leonardo DiCaprio fóru í frí til Ítalíu …
Vittoria Ceretti og Leonardo DiCaprio fóru í frí til Ítalíu og lentu í ævintýrum. Samsett mynd

LeikarinnLeonardoDiCaprio var sárkvalinn þegar hann fór í rómantíska bátsferð á Ítalíu með kærustu sinni, fyrirsætunniVittoriuCeretti. Leikarinn hefði betur sleppt því að henda sér út í sjó og synda því á sundinu var hann stunginn í hægra lærið af marglyttu. Leikarinn, sem er 49 ára, er ennþá ungur í anda en kærastanCeretti er 26 ára. Hann gæti þess vegna verið dóttir hans en 23 ára aldurmunur er á parinu. Hann var þegar búinn að slá í gegn sem leikari þegar hún fæddist en hann fór með hlutverkið í kvikmyndinniTitanic sem frumsýnd var árið 1997. Árið síðar, eða árið 1998 fæddistCeretti áBrescia á Ítalíu. En kannski er hún líka gömul sál og þannig ná þau að sameinast. Hver veit, en hún hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var 14 ára þegar hún var uppgötvuð. 

Ceretti birti þessa mynd af sér á Instagram á dögunum.
Ceretti birti þessa mynd af sér á Instagram á dögunum. Ljósmynd/Instagram

Fram kemur í frétt People að leikarinn og fyrirsætan hafi dvalið á Ítalíu í nokkra daga og hafi það verið á óskalista þeirra að fara í bátsferð á lúxussnekkju. Á myndum sem miðillinn hefur undir höndum sést leikarinn sýna kærustu sinni sárið og þar eru líka myndir af því þegar hún bjó um sárið. 

Marglyttustungan náðu þó ekki að spilla gleðinni því parið var skælbrosandi eftir þetta og virtust njóta sín í botn á lúxussnekkjunni. Á þessari snekkju voru vinir leikarans með í för. Þar á meðal leikararnirTobeyMaguire ogLukasHaas.  

Vittoria Ceretti er í herferð fyrir tískuhúsið Versace.
Vittoria Ceretti er í herferð fyrir tískuhúsið Versace.

Þótt leikaranum DiCaprio hafi vegnað vel í vinnunni, fengið mörg eftirsótt hlutverk, þá hefur ástarlíf hans ekki alveg náð sömu hæðum. Kannski er breyting þar á núna en svo virðist sem hann sé að slá met því Ceretti er fyrsta kærastan í langan tíma sem er eldri en 25 ára en það er kannski ekkert að marka það þar sem hún varð 26 ára 7. júní síðastliðinn. 

View this post on Instagram

A post shared by Vittoria Ceretti (@vittoria)

People

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka