Lifðu eins og kóngur í Notting Hill

Litrík hús, antíkmarkaðir, fjölbreytt mannlíf og góðir veitingastaðir einkenna Notting …
Litrík hús, antíkmarkaðir, fjölbreytt mannlíf og góðir veitingastaðir einkenna Notting Hill. Samsett mynd

Notting Hill er hverfi í vesturhluta Lundúna sem þekktast er fyrir antík-markaðinn á Portobello Road, fallegar lífsstílsverslanir og fjölmarga góða veitingastaði. Mannlífið er fjölbreytt og má finna verslanir og veitingahús frá mörgum mismunandi menningarheimum. Ef þú átt leið til Lundúna mælum við með að eyða degi í hverfinu, borða góðan mat og skoða litríku húsin. 

Morgunverðarstaðir og bakarí 

Morgunverður á Bodyism.
Morgunverður á Bodyism. Skjáskot/Instagram

Bodyism er líkamsrækt, heilsulind og kaffihús. Þar er fullkomið að hefja morguninn með kaffibolla og heilsusamlegum morgunmat. Bodyism er staðsett á Westbourne Grove. 

Daylesford Organic.
Daylesford Organic. Skjáskot/Instagram

Daylesford Organic er veitingastaður, matarverslun og heimilisvöruverslun sem leggur áherslu á lífrænar og vistvænar vörur.  Við mælum með að fá sér nýkreistan appelsínusafa og egg í morgunmat og skoða svo verslunina. Daylesford Organic er staðsett á Westbourne Grove.

Vilt þú sætabrauð í morgunmat?
Vilt þú sætabrauð í morgunmat? Ljósmynd/Skjáskot

Fabrique er bakarí staðsett á Portobello Road. Þar má meðal annars finna æðisleg croissant, kanilsnúða og annað sætabrauð.

Skemmtilegar götur

Það er hægt að eyða mörgum klukkutímum á Portobello Road.
Það er hægt að eyða mörgum klukkutímum á Portobello Road. Ljósmynd/Unsplash

Portobello Road er ein frægasta gata hverfisins en það er antíkmarkaðurinn sem einkennir hana. Best er að fara á föstudögum eða laugardögum og mæta snemma. Ofarlega eru antíkhúsmunir en eftir því sem á líður fara fötin að vera meira áberandi. Það er hægt að komast yfir markaðinn á einum degi en það er jafnvel betra að gefa sér góðan tíma og skoða líka fallegu búðirnar í kring.

Á Westbourne Grove finnurðu fallegar fataverslanir eins og Sezane, Me+Em, Free People, James Perse, Sandro og Weekend Max Mara. Fyrir barnaföt getur þú heimsótt Bonpoint, Mini Rodini og Bon Ton. Lífsstílsverslanirnar Aesop eða Diptyque eru líka á götunni ef þig langar í ilmkerti eða góða sápu. Hið fræga franska kaffihús Ladurée er staðsett á götunni ef þig langar í makkarónur og freyðivínsglas.

Ledbury Road er lítil gata þar sem má finna fataverslunina APC, Reiss, breska skóhönnuðinn Penelope Chilvers og Le Creuset fyrir þá sem vantar hluti í eldhúsið. Veitingastaðurinn Ottolenghi sem margir þekkja er á götunni en þar má taka með sér mat eða borða á staðnum.

Á Golborne Road finnurðu meðal annars flottar antíkverslanir, húsgagnaverslanir sem selja notuð hönnunarhúsgögn og verslanir sem selja notuð föt. Þar má líka versla sér ilmvatn í Le Labo eða fá sér sólgleraugu í Taylor Morris. Þar eru líka veitingastaðir eins og Golborne Deli og tyrkneski veitingastaðurinn The Counter.

Það er vinsælt að taka mynd af sér við litríku …
Það er vinsælt að taka mynd af sér við litríku húsin á Lancaster Road. Unsplash/Bethany Opler

Lancaster Road er þekkt fyrir litríku húsin sem þú hefur líklega séð svo margar myndir af. Steinsnar frá er St Luke's Mews, örsmá gata sem mátti sjá í myndinni Love Actually, þegar besti vinurinn játaði ást sína svo eftirminnilega á Keiru Knightley. 

Góður matur

Secret Sandwich Shop er vel falinn.
Secret Sandwich Shop er vel falinn. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Secret Sandwich Shop er fullkominn staður fyrir fljótlegan hádegisverð. Matseðilinn er síbreytilegur en þar má alltaf finna átta mismunandi tegundir af samlokum. Staðurinn er staðsettur á Talbot Road, rétt við Portobello Road og er illa merktur að utan.

Á Falafel King má grípa með sér frábæran skyndibita.
Á Falafel King má grípa með sér frábæran skyndibita. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Falafel King er skyndibitastaður sem býður upp á frábært falafel sem má grípa með sér á meðan maður skoðar hverfið. Staðurinn er á Golborne Road og er bæði vinsæll á meðal íbúa og túrista.

Ferskur og litríkur matur á Granger Co.
Ferskur og litríkur matur á Granger Co. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Það er þess virði að bíða í smá röð eftir borði á Granger Co. á Westbourne Grove. Þar má fá góðan og ferskan mat. Það er nánast alltaf mikið að gera á staðnum og það getur myndast örtröð. Staðurinn er opinn frá morgni til kvölds.

Dorian er tiltölulega nýr staður og vinsæll meðal íbúa.
Dorian er tiltölulega nýr staður og vinsæll meðal íbúa. Skjáskot/Instagram

Dorian er tiltölulega nýr staður á Talbot Road og hefur notið mikilla vinsælda síðan á meðal íbúa hverfisins. Maturinn þykir einstaklega góður og staðurinn glæsilegur.

The Pelican er staðsettur á horni All Saints Road og Portobello Road. Fyrsta útgáfa The Pelican opnaði árið 1870 og var þá klassískur breskur pöbb. Árið 2022 kom þó ný útgáfa staðarins fram sem býður upp á notalega stemningu og góðan mat úr góðu hráefni.

Gold á Portobello Road býður upp á fjölda náttúruvína og góðra kokteila í þægilegu andrúmslofti. Þar er kjörið að setjast niður þegar þorstinn er farinn að segja til sín. Maturinn er góður líka.

Náttúruvín og kokteila finnurðu á Gold.
Náttúruvín og kokteila finnurðu á Gold. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert