Ásdís Rán fagnaði með ástinni í Búlgaríu

Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel Þórðarson á afmælisdaginn.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel Þórðarson á afmælisdaginn.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, fagnaði afmæli sínu með Þórði Daníel Þórðarsyni og vinum í Búlgaríu. Ísdrottningin átti stórafmæli en hún varð 45 ára þann 12. ágúst. 

Ásdís Rán og Þórður hafa bæði haft aðsetur í Búlgaríu undanfarin ár og því lá beinast við að gera vel við sig í sólinni í Búlgaríu. 

Ásdís Rán birti afmælisfærslu í tilefni dagsins en hún sagðist þakklát fyrir að verða 45 ára sem væri ekki sjálfsagt. Hún segist hafa lært ýmislegt í gegnum lífið og deildi nokkrum góðum lífslexíum. „Þorið, ekki fylgja hjörðinni, setjið ykkur stór markmið, fylgið draumum ykkar, ekki láta neinn segja ykkur hvað þið getið og hvað þið getið ekki,“ skrifaði Ásdís Rán meðal annars í færslunni. Ásdís Rán er er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir og fer greinilega eftir þessum líflexíum. Meðal þess sem hún hefur gert í anda þess er að fara í framboð til forseta Íslands. 

Ásdís Rán fékk forsetaköku á afmælisdaginn.
Ásdís Rán fékk forsetaköku á afmælisdaginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert