Jökull og Telma njóta sín í Sardiníu

Parið er á fetð og flugi um Evrópu.
Parið er á fetð og flugi um Evrópu. Skjáskot/instagram

Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, og unnusta hans, Telma Fanney Magnúsdóttir einkaþjálfari, hafa undanfarna daga notið sín á ítölsku paradísareyjunni Sardiníu. 

Telma hefur verið dugleg að deila fallegum myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum. Hún deildi meðal annars mynd af sér á japanska veitingastaðnum Zumo Porto Cervo sem staðsettur er á norðurhluta eyjunnar. 

Af samfélagsmiðlum þeirra að dæma virðist parið vera á flakki um Evrópu, en eftir að hafa átt ljúfar stundir í Sardiníu var ferðinni heitið til borg ástarinnar, París í Frakklandi, þar sem þau eru nú studd. 

Þar kíktu þau meðal annars við í gítarbúðinni Matt's Guitar Shop og skoðuðu glæsilegt úrval rafmagnsgítara sem vinur þeirra Matthieu Lucas hefur upp á að bjóða. Vinirnir Jökull og Lucas skelltu sér svo á AC/DC tónleika saman.

Jökulll og Matthieu stóðu framarlega við sviðið á tónleikunum AC/DC.
Jökulll og Matthieu stóðu framarlega við sviðið á tónleikunum AC/DC. Skjáskot/Instagram

Jökull og Telma hafa verið saman frá árinu 2016, en þau kynntust á skemmtistaðnum Vegamótum. Þau trúlofuðu sig í maí 2022 og hafa verið dugleg að ferðast um heiminn saman. 

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka