„Hættessu hangsi og drullaðu þér nú út“

Skíramórall syngur lagið Farin í nýrri útgáfu sem gerð er …
Skíramórall syngur lagið Farin í nýrri útgáfu sem gerð er í samstarfi við Play. Skjáskot/Youtube

Hljóm­sveit­in Skíta­mórall hef­ur sent frá sér nýja út­gáfu af lag­inu Far­in þar sem Íslend­ing­ar eru hvatt­ir til að hætta að vera stans­laust að svekkja sig á veðrinu, taka mál­in í eig­in hend­ur og skella sér ein­fald­lega í frí í sól­ina. Lagið kem­ur út í nýrri út­gáfu í sam­starfi við flug­fé­lagið Play. 

Skíta­mórall er ein ást­sæl­asta hljóm­sveit lands­ins og er lagið Far­in sem kom út árið 1998 eitt vin­sæl­asta lag sveit­ar­inn­ar og einskon­ar ein­kenn­islag alda­móta­kyn­slóðar­inn­ar. 

Ein­ar Bárðar­son, höf­und­ur lags­ins Far­in, er einn þeirra sem hef­ur látið veðrið fara óhóf­lega í skapið á sér. Einn dag­inn starði hann á regn­b­arða rúðuna og hugsaði með sér: Það er bara skíta­mórall í kort­un­um… af hverju ertu ekki far­inn?

„Þannig kviknaði þessi hug­mynd að gera nýja út­gáfu af lag­inu og syngja: „Ert ekki far­in, ert ekki far­in ennþá?,“ seg­ir Ein­ar í til­kynn­ingu. Hann hafði sam­band við fé­laga sína í Skíta­móral sem höfðu all­ir upp­lifað svipaðar til­finn­ing­ar þetta sum­arið og tóku strax vel í hug­mynd­ina. 

Bragi Valdi­mar samdi nýja text­ann

Úr varð ný út­gáfa af Far­in, vin­sæl­asta lagi hljóm­sveit­ar­inn­ar, með nýj­um texta. Text­ann samdi Bragi Valdi­mar texta­smiður upp úr upp­runa­lega text­an­um. Lagið verður meðal ann­ars notað í aug­lýs­inga­her­ferð Play þar sem Íslend­ing­ar eru hvatt­ir til að gera eitt­hvað í mál­un­um í staðinn fyr­ir að svekkja sig á veðrinu.

„Þetta er létt fram­tak hjá okk­ur fé­lög­un­um til að reyna að létta aðeins lund lands­manna í gegn­um þetta tíðarfar. Sér­stak­lega af því ég stóð sjálf­an mig að því að svekkja mig um of á þessu áður en ég áttaði mig á því að maður get­ur hrein­lega bara gert eitt­hvað í mál­un­um og gert það besta úr þessu,“ seg­ir Ein­ar að lok­um í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert