Friðþóra og Patrik í ástarfríi á Spáni

Það væsir ekki um kærustuparið á Spáni!
Það væsir ekki um kærustuparið á Spáni! Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærasta hans, Friðþóra Sigurjónsdóttir, virðast ekki hafa neinn áhuga á að vera í haustveðrinu á Íslandi og skelltu sér því í sólríkt ástarfrí til Spánar. 

Friðþóra hefur verið dugleg að birta töfrandi myndir úr fríinu, en parið hefur notið þess að borða góðan mat og fylla á d-vítamín byrgðirnar fyrir veturinn. 

Af myndum að dæma hafa Patrik og Friðþóra notið sólarinnar á lúxushótelinu á Marbella undanfarna daga, en hótelið er hluti af Nobu hótelkeðjunni sem er þekkt fyrir að leggja ríka áherslu á góða matargerð, stílhrein herbergi og lúxus yfirbragð. 

Lét umdeild ummæli falla í útvarpinu

Patrik hefur verið áberandi í sviðsljósinu að undanförnu, en hann hefur slegið rækilega í gegn sem tónlistarmaður. Hann var einnig meðstjórnandi þáttarins Veislan á FM957 ásamt Ágústi Beinteini Árnasyni, eða Gústa B, en þátturinn var nýverið tekinn af dagskrá vegna ummæla sem Patrik lét falla í þættinum. 

Í kjölfarið sendi Patrik frá sér yfirlýsingu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum sem hann lét falla í þættinum. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. 

Félagarnir virðast báðir hafa flúið haustfílinginn á Íslandi, en Gústi er staddur á Tenerife ásamt kærustu sinni, Hafdísi Sól Björnsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka