Þessi ávöxtur er sagður hjálpa bílveikum

Breski læknirinn Karan Rangarajan skoðar tengingu lyktarskynsins og bílveiki.
Breski læknirinn Karan Rangarajan skoðar tengingu lyktarskynsins og bílveiki.

Breski skurðlæknirinn Karan Rangarajan, einnig þekktur sem Karan Raj á samfélagsmiðlum, vakti mikla athygli á dögunum þegar hann deildi óvenjulegu ráði við bílveiki á TikTok.

Í myndbandinu, sem hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum, segir læknirinn frá því að það að þefa af sítrónu geti hjálpað þeim sem upplifa bílveiki í langri bílferð. Hann segir að sterk sítrónulyktin geti truflað svokallað randandakerfi í heilanum, sem stjórnar meðal annars ósjálfráða taugakerfinu, en það geti gert það að verkum að einkenni bílveiki minnki.

„Lyktarskynið er nátengt randakerfinu sem stjórnar t.d. ógleði, þannig að ef þú andar að þér sítrónuilmi þá örvar þú randakerfið til að losna við ógleðina,“ segir hann. Þá er sítrónuilmurinn sagður auka munnvatnsframleiðslu og róa magann.

Raj bendir þó á að þetta ráð eigi kannski ekki við alla, en hann mælir með því að fólk prófi sig áfram með aðra ilmi, eins og engifer, piparmintu eða hvaða sítrus ávöxt sem er. Hann bætir svo við að þetta geti virkað vel sem bjargráð fyrir einhverja og sé algjörlega áhættulaust. Það sakar ekki að prófa!

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert