Bára sleikir sólina á Alicante

Bára Jónsdóttir er stödd í sólríku fríi á Spáni.
Bára Jónsdóttir er stödd í sólríku fríi á Spáni. Samsett mynd

Fitnessdrottningin, fasteignasalinn og förðunarfræðingurinn Bára Jónsdóttir er í sannkölluðum sumarfíling, en hún hefur notið þess að sleikja sólina á Alicante á Spáni undanfarna viku. 

Bára starfar sem fasteignasali hjá Remax en hefur undanfarin ár verið áberandi í fitness- og förðunarheiminum. 

Bára hefur verið dugleg að birta töfrandi myndir frá ferðalaginu og af myndum að dæma er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við hana. 

Í fríinu hefur hún meðal annars notið þess að vera á ströndinni, skoðað sig um bæinn og farið á spennandi veitingastaði og bari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert